NATO, Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar bregðast

frettinErlent, Jón Magnússon, NATÓLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Einræðisherrann í Aserbajan réðist á Armena fyrir nokkrum dögum í Nagorno Karabak, en þar hafa Armenar búið, lifað og starfað öldum saman. 

Búast hefði mátt við því, að NATO og Bandaríkin kæmu kristnum Armenum til hjálpar og stöðvuðu árás Asera eins og þau gerðu  þegar þau rústuðu Serbíu með loftárásum út af múslimskum Albönum í Kósóvó, sem þeir töldu í hættu. 

Bandaríkin og NATO halda úti styrjöld í Úkraínu með gríðarlegum fjárgjöfum og vopnasendingum. Armenar voru svo vitlausir að styðja tillögur sem mótmæltu innrás Rússa og elta Vesturlönd. Afleiðingin er að Rússar sjá ekki að þeim komi innrás Asera við og friðargæsluliðar þeirra láta ekki sjá sig. 

Erdogan Tyrkjasoldán fagnar með einræðisherranum í Aserbajan yfir vel heppnaðri innrás og hernámi Nagorno Karabak og kristnir Armenar skuli hraktir frá heimilum sínum.

Hermenn Aserbajan ráðast á Armena

Hvar er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hvar er öryggisráð Sameinuðu þjóðana? Hvar er hin hjálpandi hönd Bandaríkjanna og af hverju gera flugvélar þeirra ekki loftárás á Bakú höfuðborg Aserbajan eins og Belgrad forðum?

Hvar er nú hinn stolti Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. Kemur þetta honum ekkert við? 

Svo virðist sem það skipti SÞ.NATO og USA engu máli þó líf sé murkað úr Armenum og hundruðum þúsuna stökkt á flótta.

Það er sitthvað Úkraína og Nagorno Karabak. Í Nagorno Karabak geta menn ekki gert lítið úr Rússum af því að Armenar voru svo vitlausir að fordæma Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og súpa nú seyðið af því. Á meðan brosir Pútín í kampinn þegar það sýnir sig að það kostar að vera vinur USA og NATO og ekkert samræmi er í orðum og gerðum á þeim bæ. 

Skildu eftir skilaboð