Múslimar leiða víða andstöðuna gegn LBGTQ væðingu skólakerfisins

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Eins og menn vita þá er Erdogan lítt hrifinn af því að LGBT fólk sé áberandi heima í Tyrklandi og er hann mætti á þing SÞ nýverið þá sá hann regnbogaliti alls staðar. Hann er sagður hafa sagt við tyrknesku pressuna: „Eitt af því sem fer mest í taugarnar á mér ... er að þegar gengið er inn á Allsherjarþing SÞ, má sjá LGBT liti á tröppum og annars staðar". Líklegt er þó talið að hann hafi ruglast á litum LGBT og þeim 17 litum sem eiga að tákna sjálfbærnimarkmið SÞ. Haft er eftir Guteres að enga LBGT liti sé að finna í höfuðstöðvunum.

Kannski er eðlilegt að Erdogan sé tortrygginn því sumir segja að í markmiði 10.2: „Eigi síðar en árið 2030 verði öllum gert kleift að taka þátt í félagslífi og hafa afskipti af efnahagsmálum og stjórnmálum, án tillits til aldurs, kyns, fötlunar, kynþáttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða, efnahags eða annarrar stöðu" sé viðurkenning á réttindum LGBT fólks innifalin. Sé það markmiðið má búast við harðvítugri andstöðu múslimaþjóða (og fleiri). Í seinni tíð hefur fræðsla um LGBT færst neðar í aldri í skólakerfum Vesturlanda og hafa margir foreldrar mótmælt því sem þeir túlka sem innrætingu; foreldrar séu ekki hafðir með í ráðum og kennarar leyni þá því hvað þeir séu að kenna og upplýsingum um börn þeirra. Íslamskir foreldrar virðast víða vera fremstir í flokki mótmælenda.

Í Birmingham mótmæltu múslimar sumarið 2019 en það hafði lítil áhrif því yfirvöld fengu sett lögbann á mótmælin. Þeir virðast hafa verið að mótmæla áætlun er kallast No Outsiders sem var sett upp af Andrew Moffat, kennara við Parkfield grunnskólann. Í Birmingham Mail má lesa að með 35 myndabókum sé börnunum kennt um fjölbreytni mannlífsins. Ein sagan er um hund sem finnur sig ekki sem hundur, önnur um tvær karlkyns mörgæsir sem ala upp unga saman og enn ein um strák sem vill gjarnan klæðast hafmeyjarbúningum. Bresku blöðin virtust samtaka í að ásaka foreldrana um öfgahyggju og hatur og menntamálaráðherrann, Damian Hinds gaf út þann úrskurð að foreldrar hefðu ekki rétt til að hafna einstökum þáttum kennsluefnisins.

Múslimar mótmæla LTBTQ í Kanada.

Kamel El-Cheikh skipulagði víðtæk mótmæli í Kanada

Hinn 20 september síðastliðinn fór fram „1 Million March 4 the Children" í 92 kanadískum borgum og fór friðsamlega fram nema hvað gagnmótmælendum tókst að stöðva ræðuhöld í borginni Viktoria í Bresku Kólumbíu með því að láta ófriðlega. Skipuleggjandi göngunnar var músliminn og viðskiptajöfurinn Kamel El-Cheikh. Hann er á móti því að börn geti tekið upp ný persónufornöfn í skólunum, á móti því að klámfengið efni liggi þar frammi og fleiru. Hann fullyrti að skólarnir dreifðu bæklingum til barna múslima um að LBGT hugmyndafræði samræmdist íslam, sem væri „guðlast". Hann kallaði eftir sameiningu múslima, kristinna og annarra trúarhópa gegn yfirvöldum og fordæmdi Trudeau forsætisráðherra fyrir LBGT ýtnina og fyrir að gera lítið úr þeim múslimum sem mótmæla með því að kalla þá „nytsama hálfvita" fyrir „hægri öfgaarminn í Ameríku". El-Cheikh finnst sem LBGT sé forréttindahópur sem fái stöðugt meira vægi. Hann þekki ekki lengur það Kanada sem hann ólst upp í. Stjórnvöld eigi að stjórna landinu og skólarnir eigi að einbeita sér að kennslu í stærðfræði og vísindum en láta foreldra um uppeldi barna sinna.

Hér má sjá myndband af göngufólki í Ottawa:

Gleðigöngur eru hvergi leyfðar í löndum múslima og ekkert bendir til að það muni breytast í bráð. Í borginni Hamtramck í Michigan, BNA (27,00 manna bæ) eru eingöngu múslimar í bæjarstjórn og þeir ákváðu í sumar að banna LBGTQ flögg á öllum opinberum byggingum (og leyfa aðeins 5 tegundir fána) en þar sem íbúarnir eru margir frá Bangladess, og því tiltölulega hófsamir, þá leyfðu þeir einstaklingum og fyrirtækjaeigendum að flagga regnbogafánanum á eigin eignum. Einn meðlima bæjarráðsins furðaði sig á þörf Regnbogahópsins til að fá að flagga sínum fána á opinberum byggingum og stjórnandi Michigandeildar CAIR (tengd Hamas) segir enga mismunun fólgna í því að banna fána sérhagsmunahópa. „Fánar hafa táknrænt gildi," sagði hann. „Þeir bera með sér félagsleg og pólitísk skilaboð".

Fundurinn þar sem þessi ákvörðun var tekin var tilfinningaríkur og átakamikill og voru múslimarnir ásakaðir um svik; íbúarnir hefðu tekið vel á móti þeim sem minnihlutahópi - en íslam trompar auðvitað allt.

Á Íslandi hefur verið rætt um bakslag í velvild gegn Regnbogahópnum en í Kanada sýnir tölfræðin að árið 2021 hafi orðið 64% aukning á hatursglæpum er beinast gegn þeim hópi og 67% aukning á hatursglæpum af trúarlegum toga. Séu gögn frá 2018-2021 tekin saman þá voru tveir þriðju fórnarlambanna karlkyns og flestir þekktu ekki árásaraðilann. Í helmingi tilfella var um ofbeldisfullar árásir að ræða.

Ástandið á Íslandi gæti greinilega orðið mun, mun verra.

Skildu eftir skilaboð