Foreldrafélag barna með kynama lætur í sér heyra

frettinErlent, Helga Dögg SverrisdóttirLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Norska þingið býður upp á framsögur í tengslum við bann á umbreytingarferli barna vegna kynama. Hér má lesa innlegg foreldrafélags barna sem glíma við kynama. Foreldrafélög voru stofnuð bæði í Noregi og Svíþjóð og bera sama nafn Genid.

Hér má sjá innlegg norska félagsins.

Kæru kjörnu fulltrúar.

Ég heiti Igor Bukanov og er málsvari Genid Norge, neti foreldra barna með kynama. Foreldrafélagið hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög við bann á umbreytingaferli barns vegna kynama stangist á við vísindin.

Frumvarpið byggir á að kynvitund sé einu sinni ákveðin og breytist ekki.

Vitið þið að þessi forsenda er röng?

Leyfið mér að segja ykkur hvað vísindin segja:

  • Jú þau segja okkur að kynvitund þróast og breytist sérstaklega hjá börnum. Það er ekki óalgengt að barn geti skipti á milli ólíkra kynvitundar.
  • Rannsóknir sýna að flest börn með kynama sætta sig við líffræðilega kyn sitt fái þau leyfi til að fara í gegnum kynþrosann án læknisfræðilegra inngripa.
  • Mörg börn með kynama hafa innbyggða fordóma gagnvart samkynhneigð. Þau þurfa hjálp til að skilja samkynhneigðu tilfinningar sínar. Frumvarpið tekur þá hjálp frá börnunum.
  • Rannsóknir sýna líka að félagsleg umskipti, að skipta um nafn og fornafn, getur orsakað að barn festist í kynjamisræminu og þar með verður erfiðara fyrir barn að viðurkenna líffræðilega kynið sitt.

Þegar við vitum þetta allt, hvernig getum við þá samþykkt lög sem í reynd refsar foreldrum og meðferðaraðilum sem óska eftir að hjálpa barni á viðeigandi hátt og viðurkenna líffræðilegt kyn sitt?

Við hvetjum kjörna fulltrúa til að taka ábyrga afstöðu og hafna frumvarpinu í heild sinni. Annar möguleiki væri að fjarlægja það sem við kemur kynvitund úr texanum.

Takk fyrir mig.

Hér má hlusta á erindið.

Skildu eftir skilaboð