Sigurvissir Rússar í Úkraínu

frettinErlent, Páll Vilhjálmsson, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Forsetakosningar verða í Rússlandi í mars á næsta ári. Líklegt er Pútín standi til endurkjörs. Við þær aðstæður reynda valdamenn að rugga ekki bátnum, skapa ekki óánægju með almennings. Frá 2022 í febrúar standa Rússar fyrir hernaði í Úkraínu, til að koma í veg fyrir nágranninn verði Nató-ríki og ógni öryggishagsmunum Rússlands.

Til að heyja stríð þarf mannskap. Allsherjarherkvaðning á rússneskum körlum á herskyldualdri stendur ekki fyrir dyrum. Herkvaðning ylli óróa í samfélaginu. Tilfellið virðist að nægilega margir rússneskir karlar gefa sig fram til herþjónustu og þiggja laun fyrir.

Úkraínumenn hófu sókn 4. júní með það markmið að knýja Rússa til uppgjafir í Krím og hverfa þaðan á brott. Sóknin misheppnaðist.

Giskað er á að Úkraínumenn hafi misst 250 til 500 þús. fallna frá febrúar í fyrra. Mannfall Rússa er líklega minna, kannski helmingurinn. Óvígir vegna sára eru sennilega tvisvar til þrisvar fleiri en fallnir. Rússar eru 140 milljón manna þjóð en Úkraínumenn voru um 40 milljónir í upphafi átaka. Rússar eru að stærstum hluta sjálfum sér nógir með herbúnað en fá stuðning frá Kína, Íran (drónar) og sennilega Norður-Kóreu (skotfæri).

Vegna misheppnaðrar sumarsóknar og gríðarlegs mannfalls ber á stríðsþreytu hjá vestrænum bakhjörlum Selenskí forseta. Vestrið, Bandaríkin sérstaklega, halda uppi úkraínska ríkinu og skaffa nær öll vopn, skotfæri og önnur hergögn. Úkraínumenn útvega fallbyssufóðrið, menn til að deyja á vígvellinum.

Rússar eru í færum að herja á nær alla Úkraínu með langdrægum vopnum og geta ráðist á skotmörk s.s. þjálfunarbúðir, verksmiðjur og vopnabirgðir. Úkraínumenn ná að skjóta á landamærahéruðin en allt bakland Rússa er úr skotfæri.

Vestrið veðjaði á að vestræn hátækivopn og viðskiptaþvinganir myndu knýja Rússa til eftirgjafar ef ekki uppgjafar. Hvorugt hefur gengið eftir. Efnahagskerfið í Rússlandi er í þokkalegu standi og betra en víða í Vestur-Evrópu. Vígvallarátök síðustu vikna og mánaða gefa fremur til kynna rússneskt frumkvæði en úkraínskt.

Stríð eru ávallt með innbyggðan ófyrirsjáanleika. Sá sem stendur höllum fæti getur með heppni og/eða snjallri hertækni unnið sigur í afgerandi orustu. Siðferðilegt þrek hermanna er með ýmsu móti sem áhrif hefur á hve bardagafúsir þeir eru. Þótt fréttir séu af liðhlaupi í báðum herjum er ekki hægt að slá föstu hvoru megin bardagaviljainn sé meiri.

Eftir því sem líður á stríðið, það verður tveggja ára í febrúar, minnka líkur á ófyrirséðum atvikum er kynnu að breyta stríðsgæfunni. Stríðsaðilar eru komnir í æfingu að drepa hvorn annan, kunna skil á taktík andstæðingsins.

Rússar gefa út að kostir Úkraínu séu aðeins tveir. Leggja niður vopn og semja frið á rússneskum forsendum eða að Úkraína verði afmáð sem ríki. Digurbarkalega mælt.

Einhver efi er komin í vestrið. Economist spurði nýlega hvort það færi sömu leið og Róm. Stríðið í Úkraínu er ekki staðbundin átök slavneskra bræðraþjóða. Meira hangir á spýtunni.

Skildu eftir skilaboð