Jón Magnússon skrifar:
Rishi Sunak forsætisráðherra Breta kom inn á mörg mikilvæg mál í ræðu sinni á Flokksþingi breskra Íhaldsmanna sem nú stendur yfir.
Hann leyfði sér m.a. að benda á þá staðreynd, að karlmaður væri karlmaður og kona væri kona og það væru bara tvö kyn. Svonefnd kvár eru þar af leiðandi eitthvað allt annað.
Þá benti hann á að það væri fásinna að fólk gæti skilgreint kyn sitt eftir hentugleikum jafnvel andstætt líffræðilegum staðreyndum varðandi viðkomandi.
Einnig tók hann sérstaklega undir þá kröfu, að foreldrar fái að vita hvað er verið að kenna börnunum þeirra t.d. í kynfræðslu og slík viðkvæm mál væru alltaf borin undir foreldra.
Rannsóknir hafa sýnt, að konur eru alls ekki öruggar og líður ekki nægjanlega vel á ýmsum Breskum sjúkrastofnunum sem þjóna báðum kynjum. Forsætisráðherrann lofar að taka á því vandamáli, en nýlega var greint frá miklum fjölda kynferðisofbeldis á ókynjaskiptum sjúkrahúsum í Bretlandi.
Flott að forsætisráðherra Breta skuli tala rödd skynseminnar. Það gerir forsætisráðherra Íslands heldur betur ekki heldur snýr öllu á hvolf þar á meðal líffræðilegum staðreyndum.
En væri þá nokkuð til of mikils máls að fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins leyfði sér að hafa aðra skoðun en Katrín og gerði okkur grein fyrir þeirri skoðun sinni umbúðalaust þ.e. ef hann þá hefur eitthvað við málflutning vinkonu sinnar Katrínu Jakobsdóttur að athuga.