Lýsa yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna

frettinErlent1 Comment

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael og Yoav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra, hafa lýst yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael.

Varn­ar­málaráðherrann seg­ir að Ham­as-sam­tök­in hafi hafið stríð gegn Ísra­el með flug­skeyta­árás­um sem áttu sér stað í nótt. Mohammed Deif, leiðtogi inn­an Ham­as-sam­tak­anna, seg­ir að fimm þúsund flug­skeyt­um hafi verið skotið frá Gasa­svæðinu.

Að minnsta kosti 100 eru eru látn­ir og hundruðir eru særðir, hefur the Guardian eftir Israel’s Channel 12 fréttamiðlinum. Flug­skeyt­un­um var skotið frá nokkr­um stöðum á Gasa.

Frétta­stofur greina frá því að Ísra­el hafi þegar hafið gagn­sókn með loft­árás­um á Gasa­svæðið.

Þá geisa skot­b­ar­dag­ar milli ísra­elskra og palestínskra her­sveita nú á ýms­um stöðum í suður­hluta Ísra­el.

„Her­menn berj­ast gegn óvin­in­um á öll­um stöðum,“ sagði Yoav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, í yf­ir­lýs­ingu. Hann sagði Ham­as-sam­tök­in hafa gert „al­var­leg mis­tök“ og lýsti því yfir að Ísra­el myndi vinna stríðið.

„Við eig­um í stríði,“ lýsti Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, yfir fyr­ir skömmu. Hann sagði óvin­inn eiga eft­ir að gjalda fyr­ir árás­irn­ar.

Antony Blinken, Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem hann segir Bandaríkin fordæma skelfilegar árásir Hamas hryðjuverkamanna gegn Ísrael. Við stöndum með stjórnvöldum og Ísraelsfólki og sendum samúð okkar til aðstandenda þeirra sem létust í árásunum.

One Comment on “Lýsa yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna”

  1. Athyglisverð tímasetning í ljósi þess að Biden losaði um milljarða dollara til Írans fyrir stuttu.

Skildu eftir skilaboð