Hamas myrti og svívirti lík ungs friðarsinna

frettinErlent1 Comment

Húðflúrarinn Shani Louk, var á tónlistarhátíð í þágu friðar þegar hún var handtekin af Hamas-hryðjuverkamönnum sem höfðu ráðist inn á viðburðinn og myrtu þar 260 ísraelska samkomugesti í árás þeirra á Ísrael.

Myndir og myndbönd hafa verið í dreifingu af hreyfingarlausum nöktum líkama hennar, upp á pallbíl Hamas-hryðjuverkamanna eftir götum Gaza. Shana var friðarsinni og andvíg hernaðaraðgerðum, segir á vef Daily mail.

Nakinn líkami hennar sást dreginn aftan á vörubíl, með annan fótinn í óeðlilegri stellingu, á meðan hún var umkringd af fjórum Hamas-hryðjuverkamönnum sem hrópuðu „Allahu akbar“  í truflandi myndbandi. Stuðningsmenn hryðjuverkamannanna, þar á meðal börn, sáust hlaupandi við hlið vörubílsins og hræktu á hreyfingarlausan líkama hennar.

Nakið lík Shönu sést hér blörrað upp á pallbílnum

Fjölskylda hennar, vonar í örvæntingu að Shani sé enn á lífi þrátt fyrir upptökur af líkama hennar, þau segja hana vera friðarsinni og baráttukonu fyrir friði og hún væri þekkt fyrir þátttöku sína í skipulagningu tónlistarhátíða.

Shani, ólst upp í Ísrael en var með þýskt vegabréf, og hafði neitað að taka við herþjónustu þar sem herskylda ríkir, vegna skoðana sinna. Þetta segir frænka hennar Orly Louk við þýska dagblaðið Der Spiegel, og bætti við að þýska vegabréfið hennar hafu hjálpað til við þetta.

Myndband sýnir brosandi Shani, sem elskaði að ferðast að sögn fjölskyldu sinnar, dansa á tónlistarhátíðinni augnabliki áður en hún var handtekin af hryðjuverkamönnum.

One Comment on “Hamas myrti og svívirti lík ungs friðarsinna”

Skildu eftir skilaboð