Mannréttindabrot á Hólmsheiði og Litla-Hrauni: dagpeningar felldir niður hjá þeim sem stunda nám

frettinInnlent1 Comment

Viktor Agnar Falk Guðmundsson er í dag fangi á Litla-Hrauni. Hann hefur gert útekt á starfsháttum fangelsismálastofnunar í fangelsunum á Hólmsheiði og Litla-Hrauni.  Í greinargerðinni er fjallað um hvernig mætti breyta og bæta galla á núverandi fyrirkomulagi við utanumhald, rekstur og annars fyrirkomulags á refsivörslukerfi Íslands.

Margir vankantar eru á refsivörslukerfinu í þeirri mynd sem nú má sjá í greinargerðinni sem dagsett er þann 28. September 2023

Fangelsin eru nokkur og verður fjallað að einhverju leyti um þau öll en stór hluti skýrslunnar er unnin upp af reynslu höfundar af vist sinni á Hólmsheiði og Litla-Hrauni.

Fangelsismálastofnun fær að meðaltali 11,5 milljónir á mánuði fyrir númeraplötur

Samkvæmt heimildum höfundar fær Fangelsismálastofnun greiddar 1.380 kr. án vsk, fyrir hverja framleidda númeraplötu frá Samgöngustofu.

Að ofangreindu má gera ráð fyrir að Fangelsismálastofnun fái því greiddar 414.000 kr. á dag að undanskildum virðisaukaskatti eða 515.430 kr. að honum viðbættum.

Gerir það 2.577.150 kr. á viku og ef miðað er við meðaltal virkra daga í mánuði yfir árið sem eru 22,5 dagar í mánuði reiknast höfundi að heildar innkoma sé að meðaltali 11.597.715 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti yfir eins mánaðar tímabil.

Launataxti fyrir innt störf í númeradeild er eins og fyrir önnur störf í fangelsinu 415 kr. á hverja unna klukkustund.

Störf hefjast klukkan 8:30 á morgnana alla virka daga og er unnið að staðaldri til 14:45 mánudaga til fimmtudaga en til 11:30 á föstudögum.

Þó er unnið til 16:00 þegar næg verkefni eru fyrir hendi.
Ekki eru greidd laun í matarhléi sem haldið er frá 11:30-12:30.

Viktor segir að ekki liggi fyrir að svo stöddu staðfesting á taxta/verði sem Samgöngustofa greiðir Fangelsismálastofnun fyrir hverja númeraplötu og einnig má gera ráð fyrir að efnislegur kostnaður sé mun lægri þegar keypt er inn í verulegu magni eins og líklegt er að stofnunin geri.

Dagpeningar felldir niður hjá þeim sem stunda nám og vinnu - sturtubúnaður óvirkur

Þá liggur fyrir að þeir sem ekki stunda vinnu fá greidda dagpeninga og nemur sú fjárhæð 630 kr. fyrir hvern virkan dag eða 3.150 kr. á viku.

Stundi menn vinnu eða nám fellur greiðsla dagpeninga niður. (sjá fylgiskjöl 1, 2 og 3, ATH einnig blandaðan launaseðil merktur fylgiskjal 4, 3 vinnudagar)

Stundi menn fullt nám eru greiddir 15 tímar á viku fyrir þá iðju á taxtanum 415 kr. á klukkustund. Höfundur telur ekki ástæðu til að gera sérstaka athugasemd við greiðslu þóknunar fyrir skólaástundun. Þó skal gerð athugasemd við niðurfellingu dagpeninga til þeirra sem stunda nám.

Í samtali við Fréttina segir að þarna sé föngum gróflega mismunað og þetta sé ekkert annað en mannréttindarbrot. Það sé ómögulegt fyrir fanga að verða að betri mönnum við svona fyrirkomulag. Samfélagið myndi allt hagnast af því ef að menn kæmu sem betri og bættari menn út úr fangelsum. Það sjái hver heilvita maður að það geti enginn lifað á 630 kr. á dag, og þegar menn vilji stunda nám, þá sé þeim refsað fyrir það.

Viktor segir að fangarnir þurfi að kaupa allar nauðsynjavörur inn í fangelsunum, eins og shampó, tannkrem og þers háttar. Einn sjampóbrúsi kosti um 700-1300 kr. Þá þurfa fangarnir að kaupa máltíðir og þarna þurfi stundum að velja á milli að borða eða eiga fyrir nauðsynjavörum. Viktor segist hafa lést um 30 kíló frá því hann hóf afplánun.

Í greinargerðinni kemur fram að sturtuaðbúnaður fanga í húsi 3 á Litla-Hrauni er með öllu ófullnægjandi, ekki einungis þurfa fangar að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður svo að fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu.

Kaupmáttur fanga afar lítill

Kaupmáttur fanga er afar lítill og ekki er óalgengt að fangar greiði umtalsverðar fjárhæðir með sér við vistun þar sem laun eða þóknun dugir ekki til uppihalds.

Tekið skal fram að fangar í húsi 3 fá útvegaðan mat í formi áfylltra kæla og skápa ásamt einni eldaðri máltíð í hádeginu.

Fangar í húsi 4 fá úthlutaða fæðispeninga eitt skipti í viku, nemur sú fjárhæð 1.700 kr.pr. dag eða 11.900 kr. á viku og þarf sú fjárhæð að duga til innkaupa á matvælum til þess að menn geti matreitt sér morgunverð, hádegisverð, millimál og kvöldverð.

Allir fangar sem EKKI stunda vinnu fá greidda dagpeninga að upphæð 630 kr. fyrir hvern virkan dag í viku eða 3.150 kr. og er þetta hugsað til innkaupa á munaðarvöru eins og tóbaki, sælgæti, hárvörum, sjampó og annarskonar “munað” sem ekki flokkast undir fæði.

Kostnaður við tannlæknaþjónustu er ekki greiddur að neinu leyti af stofnuninni en í neyðartilvikum greiðir stofnunin kostnað og færir heim sem lán og dregur allt að 25% af útborguðum launum eða þóknun fangans.

Tannheilsa fanga er því almennt döpur, sér í lagi hjá föngum sem hafa sætt löngum refsingum í afplánun.

Heilsufarsvandamál af öðrum toga þar sem TR tekur ekki þátt í kostnaði eru ekki greidd af stofnuninni og eru dæmi um að menn hafi komið í afplánun með kviðslit eftir handtöku (höfundur hefur séð slíkt í tveimur tilvikum nýlega) og ekki fengið viðeigandi meðferð.

Þá má nefna fatnað en stofnunin veitir hvorki styrk til kaupa á klæðnaði né útvegar klæðnað fyrir fanga í úttektum, og eins og ljóst er duga laun eða þóknun ekki fyrir slíkum innkaupum.

Rauði Krossinn fyllir sjaldan á lager af notuðum fötum og eru nær aldrei flíkur í öllum stærðum og oftast slitnar flíkur og skóbúnaður.

Boðið er upp á hársnyrtingu fyrir 6500 kr. og skeggsnyrtingu fyrir 1500 kr. auka, til þess að vinna sér inn fyrir klippingu þurfa menn að stunda vinnu í 16 klukkustundir.

Með þessu myndast stéttaskipting meðal fanga innan fangelsanna og er það mat höfundar að slíkt sé ekki uppbyggjandi fyrir fanga sem eiga að vera í betrunarvist.

Greinargerðina í heild sinni má lesa hér neðar:

One Comment on “Mannréttindabrot á Hólmsheiði og Litla-Hrauni: dagpeningar felldir niður hjá þeim sem stunda nám”

  1. Andstyggilegt, en er ekkert nýtt same old business hjá opinbera.
    En meirihlutinn virðist treysta þessu apparati fyrir heilsu sína og börnin sín sem verða heilaþvegin af viðbjóði og spillingu og læra ekkert til brúks.

Skildu eftir skilaboð