Yfirvöld í Pakistan hyggjast senda hátt í tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Netanjahu hefur sett Ísraelsmönnum það markmið að taka til á Gaza og senda Hamas, Islamic Jihad og aðra hryðjuverkahópa út í ystu myrkur. Hann ráðleggur íbúum Gaza að koma sér burtu. Trúlega eru opin smyglgöng til Sínaískagans, allar þessar eldflaugar spruttu ekki bara upp úr jörðinni.

Annars staðar á jarðarkringlunni hefur hátt í tveggja milljóna hópur fengið fyrirmæli um að koma sér burt. Í Pakistan hafa stjórnvöld gefið ólöglegum innflytjendum, aðallega Afgönum, fyrirmæli um að hafa sig á brott frá landinu fyrir 1. nóvember. Samkvæmt innanríkisráðherra landsins, Sarfraz Bugti, búa 4,4 milljónir flóttamanna frá Afganistan í Pakistan og þar af nær 1.73 milljónir án leyfis yfirvalda. Ástæða brottrekstrarins er sögð sú að afganskir ríkisborgarar hafi staðið fyrir 14 af 24 sjálfsmorðssprengjuárásum þetta árið. Aljazeera hefur eftir Fazal Rehman, 57 ára ávaxtasölumanni að hann hafi komið til landsins fyrir 30 árum og börn sín hafi aldrei komið til Afganistan. Honum finnst að þessi tími til brottfarar sé allt of stuttur, menn þurfi a.m.k. sex mánuði, eða ár, til undirbúnings.

Það sem fyllti mælinn voru tvær sjálfsmorðsárásir 29 september, á afmælisdegi Spámannsins. Sú fyrri drap að minnsta kosti 60 manns og særði marga í bænum Mastung í héraðinu Balochistan en menn höfðu safnast þar saman í hundraðatali fyrir framan mosku í bænum. Enn fleiri, eða yfir 100 manns, voru drepnir við mosku í Peshawar í Khyber Pakhtunkhwa héraði fyrr á árinu.

Í hinni árásinni fórust a.m.k. fimm og tíu særðust er tveir sjálfsmorðssprengjumenn reyndu að komast inn í lögreglustöð nærri mosku, en fengu ekki aðgang. Annar sprengdi sIg þá í loft upp, sem gaf flestum moskugestum færi á að forða sér áður en hinn sprengdi moskuna í loft upp. Það gerðist í borginni Hangu í Khyber Pakhtunkhwa héraði. Haft er eftir Amir Rana forstjóra Friðarstofnunar Pakistan að þessar tvær sprengingar virtust vera verk ISIL (ISIS).

Þetta er þriðja sjálfsmorðssprengjuárásin í Mastung frá 2017 og hin fjórða í Hangu frá 2006, auk annarra atvika þar og svipaða sögu má segja frá öðrum borgum og bæjum Pakistan svo ekki er skrýtið að fólk þar sé búið að fá nóg af trúarofstækismönnum sem vilja koma því inn í eilífðina af því að þeir séu ekki nógu góðir múslimar.

Björgunarsveitarmenn ryðja rústunum frá skemmdri mosku eftir sjálfsmorðssprengingu í Hangu í Pakistan 29. september 2023.

Skildu eftir skilaboð