Afsögn Bjarna og siðferði Kristrúnar

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns alþingis setur ný viðmið í pólitík um hæfi til að fara með opinbert vald. Lykilsetningar í yfirlýsingu Bjarna eru eftirfarandi

Stundum er sagt að lítil þúfa velti þungu hlassi og í þessu tilviki snýst málið um þátttöku eins aðila, sem er mér nákominn, í útboði við sölu Íslandsbanka. Í heild voru þátttakendur í útboðunum tveimur um 24 þúsund.

Það er óumdeilt að ég hafði ekki upplýsingar um þátttöku félagsins. Það kemur mér því verulega á óvart að komist sé að þeirri niðurstöðu að mig hafi brostið hæfi í málinu.

og

Ég vil taka af allan vafa um að ég tel mikilvægt að virða álit Umboðsmanns Alþingis, sem er sérstakur trúnaðarmaður þingsins, þótt ég hafi á því þessar skoðanir. Álit hans er að mig hafi brostið hæfi í málinu. Ég virði þá niðurstöðu.

Stutta útgáfan: faðir Bjarna fjármálaráðherra keypti óverulegan hlut í útboði á hlutfé Íslandsbanka og Bjarni segir af sér.

Kristrún Frostadóttir varð uppvís að skattaundanskoti vegna 100 milljón króna hagnaðar af kauprétti á hlutafé í Kviku banka. Hún hefur þegar játað verknaðinn, en ekki lagt fram nein gögn til að upplýsa málið. Formaður Samfylkingar lítur svo á að skattaundanskot sé einkamál geranda. Þolendur eru íslenskur almenningur, breiðu bökin sem bera þunga skattbyrði. Áður hafði Kristrún þverneitaðskattaundanskotum og kallað hagnaðinn ,,lukkupott" sem væri undanþeginn tekjuskatti.

Kristrún segir í viðtengdri frétt að rétt hafi verið af Bjarna að segja af sér. Þar með viðurkennir hún að þegar vafi leikur á siðferðilegri háttsemi stjórnmálamanns eigi viðkomandi að axla ábyrgð.

Ætlar Kristrún að sitja áfram?

Skildu eftir skilaboð