Átta ára ísraelskur drengur sem tók þátt í covid áróðursherferð er látinn eftir hjartaáfall

frettinCovid bóluefni, Erlent1 Comment

Yonatan Erlichmanísraelskur drengur er látinn þremur árum eftir að hafa komið fram með föður sínum í covid áróðursherferð ríkissjónvarpsins þar í landi.  Faðirinn er barnalæknir, í þættinum ræddu þeir feðgar við brúðuleikarann “Shushki“ um covid-aðgerðir og „bóluefnin.“

Yonatan Erlichman var fimm ára þegar þátturinn var framleiddur af Mateh Binyamin stofnuninni. Drengurinn kom fyrst fram í þættinum „Shushki í Binyamin-landi,“  í ríkissjónvarpi Ísraels.  Þátturinn er skemmtiþáttur fyrir börn, svipað og Stundin okkar hér á landi.

„Í sóttkví með Shushki

Sérstakur þáttur með Yonatan var búin til með yfirskriftinni „Í sóttkví með “Shushki.“  Þar ræðir drengurinn við brúðu sem segist hræddur því „bróðir“ hans hafi verið þvingaður í sóttkví og situr einn í herberginu sínu á bak við luktar dyr. “Shushki“ er hneykslaður yfir því að heilu leikskólabekkirnir hafi verið þvingaðir í sóttkví og jafnvel heilum skólum var lokað.

Ræddi við brúðuna um mikilvægi covid-aðgerða

Faðir Yonatan, Dr. Ira Erlichman, starfar hjá stærsta sjúkrahúsi Jerúsalem, Hadassah. Dr. Erlichman. Hann ræddi við brúðuna um „nauðsyn“ þess að setja fólk í sóttkví í heila 14 daga eftir grun um snertingu við hugsanlega covid smitaðan einstakling, jafnvel þótt prófið sé neikvætt.

Læknirinn segir við brúðuna að hann verði að láta börnin vita að þau verði líka að hlýða öðrum covid reglum, eins og félagslegri fjarlægð, grímu og prófun. Og ekki sé hægt að farið inn á baðherbergið sem t.d. .„móðir þín“ notar löngu eftir að hún hefur yfirgefið baðherbergið.

Í aðdraganda helgasta dags Gyðingaþjóðarinnar, Yom Kippur, fór drengurinn í hjartastopp þegar hann var í baðkari sem olli því að hann missti meðvitund. Þegar fjölskyldumeðlimur fann hann var engan púls að finna. Þótt læknarnir hafi lagt til alla fram við endurlífgun tókst það því miður ekki, og var drengurinn úrskurðaður látinn nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsinu. Yonatan litli var átta ára þegar hann lést.

Fjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu þar segir:

Yonatan Moshe okkar lést fyrir stuttu. Aðfaranótt Yom Kippur fór Yonatan í hjartastopp á heimili okkar og síðan þá höfum fjölskyldan átt um mjög sárt að binda. Með kærleika þökkum við öllum þeim sem okkur voru kærir, sem stóðu okkur við hlið síðustu ævidaga hans. Upplýsingar um útfarardagsetningu verða gefnar upp síðar, Yael, Ira og stelpurnar.

Faðir Yonatan

One Comment on “Átta ára ísraelskur drengur sem tók þátt í covid áróðursherferð er látinn eftir hjartaáfall”

  1. Og þetta fær enga umfjöllun hjá okkar ríkisreknu fjölmiðlum..

Skildu eftir skilaboð