Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
,,Best að halda kjafti, annars gæti maður átt á hættu að merkimiði sé hengdur á mann, en það er iðulega gert við þá sem lúta ekki höfði og fylgja réttri hjörð.“
Skoðanakúgun er hugtak sem hefur rutt sér til rúms á liðnum árum, í meira mæli en áður. Í orði og á borði. Ekki að ástæðulausu. Menn eru ófeimari við að segja skoðun sína, viðra viðhorf og segja frá. Á samt ekki við um alla málaflokka. Menn vilja að börnum sé sagður sannleikur. Kemur við kauninn á mörgum og skoðanakúgun er gott tæki til að ná yfirhöndinni á umræðu og víðar. Í leik og starfi.
Skoðankúgun er í fjölskyldu með orðunum þöggun, ritskoðun, ofríki, þrýstingur, innræting og mismunun svo fátt eitt sé nefnt.
Þeir sem beittir eru skoðanakúgun eru yfirleitt þeir sem koma með skoðanir og viðhorf sem fólk er ekki sammála um. Myndar oft pólun í samfélaginu. Skoðunum sem um ræðir eru gefin ljót orð og kviss, bang, búng, fjöldinn hoppar á vagninn. Samúðarvagninn. Takist skoðanakúgara að ná fjöldanum á sitt band skiptir engu hvað sagt er og gert. Í skjóli skoðanakúgunar eru aðrir þaggaðir. Þetta höfum við séð í samfélaginu. Við munum sjá það áfram.
Ein leið til að brjóta skoðanakúgara á bak aftur en halda sínu striki. Ekki leyfa þeim að beita þrýstingi, innrætingu eða þöggun. Fyrir fullorðna er það auðveldara en blessuð börnin. Þau eru ekki sá bógur sem þarf til að standa gegn skoðanakúgun fullorðinna. Á þann hátt þurfa börnin að sitja undir skoðunum annarra án þess að geta varið sig og skoðanir sínar. Þegja frekar.
Heimili barns er staður þar sem uppeldi fer fram. Staðblær heimila er ólíkur þegar kemur að ýmsum málefnum í samfélaginu, líka þeim umdeildu. Foreldrar ættu að hafa töluvert um það að segja hvernig utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á barn og með hverju. Margir þora ekki að láta í sér heyra vegna skoðunarkúgunar sem virðist beitt, miskunnarlaust.
Eins og kennaranemi sagði ,,Best að halda kjafti, annars gæti maður átt á hættu að merkimiði sé hengdur á mann, en það er iðulega gert við þá sem lúta ekki höfði og fylgja réttri hjörð.“
Fylgi svona merkimiði kennaranema, sem skoðunarkúgarar hafa sett sig upp á móti, gæti verið erfitt fyrir viðkomandi að fá starf.
Höfundur er kennari:
One Comment on “Best að halda kjafti, annars gæti maður átt á hættu að merkimiði sé hengdur á mann”
Mikilvægara en nokkru sinni fyrr að standa á sínum gildum í dag, t,d í ljósi þess að kynvillingum hefur verið sleppt á börn landsins af forsætisráðuneytinu! Aldrei hefði manni dottið í hug að þurfa að skrifa e-ð svona í íslensku samfélagi en hérna erum við komin.