Hinsegin fræðsla er kynfræðsla

frettinInnlentLeave a Comment

Kristján Hreinsson skrifar:

Ég hef akkúrat ekkert á móti hinsegin fólki en ég vil ekki að Samtökin ´78 sjái um svokallaða hinsegin fræðslu í skólum. Ég held að sú fræðsla auki fordóma og skapi eilífa ólund. Enginn einn hópur á að hafa forgang að skólabörnum. Síst af öllu á að hleypa fólki inn í skólana sem hefur vafasama fræðslu fram að færa. Barátta hinsegin fólks snýst um kynlíf. Síðan teygir þessi barátta sig í ýmsar áttir.

Grunnurinn er sá að sumir karlar vilja hafa mök við aðra karla og sumar konur vilja stunda kynlíf með öðrum konum. Inn í þessar kynlífspælingar er síðan plantað margs konar hugmyndum sem hefur með kyn, kyngervi, kynvitund og jafnvel kyntjáningu að gera. Kynlíf er kveikjan og kynlíf er rauði þráðurinn. Að vera „hinsegin“ merkir fyrst og fremst að vilja fá frið til að stunda kynlíf óháð kyni. Auðvitað má - með undanbrögðum - kalla þetta mannréttinda miðaða fræðslu en hún snýst einungis um samþykki sem lýtur að kynlífi. Það sem er gert í nafni þess sem hinsegin fólk kallar fjölbreytileika í kyntjáningu, kynhneigð, kynvitund og kyneinkennum, er ekkert annað en krafa um samþykki. Hið merkilega er þó að þetta samþykki liggur fyrir.

Þetta samþykki hefur verið tryggt með lögum. Þótt fræðslan sé sögð snúast um mannréttindi þá snýst hún fyrst og síðast um kynlíf. Hinsegin fræðsla er þannig fyrst og fremst kynfræðsla, fræðsla um kyn, kynlíf og kynréttindi.

Ágangur og yfirgangur hinsegin fólks er í dag komin langt út yfir mörk velsæmis. Innan raða hinsegin fólks er gjarnan sagt að ekkert sér áhrifaríkara til að vinna gegn fordómum en aukið umburðarlyndi í samfélaginu, fræðsla og sýnileiki. Umburðarlyndi verður að vera gagnkvæmt, að öðrum kosti er það ekki til neins. Hinsegin fólki þykir sjálfsagt að það sé eini hópurinn sem fær að fara með sína hugsjón sína inn í grunnskóla landsins. Þetta fólk vill kenna börnum að kynin séu mörg, að BDSM sé eðlilegt kynlíf, að blæti sé sjálfsagt og að þeir sem mótmæla fræðum hinsegin fólks séu undantekningalaust með hatursorðræðu. Ekkert umburðarlyndi er gagnvart þeim sem eru þessu mótfallnir.

Mörgum þykir það miður að hinsegin fólki sé sköpuð þessi sérstaða. Ef fræðsla á að draga úr fordómum þá þarf þessi fræðsla að fara fram undir almennum formerkjum, hún má ekki vera eyrnamerkt samtökum sem fyrst og fremst snúast um samþykki sem þegar liggur fyrir. Svo er það sýnileikinn. Hann er sér kapítuli í íslensku samfélagi. Íslendingar eru í dag hreinlega plagaðir af hinsegin ágangi, fölsku umburðarlyndi, röngum upplýsingum, umræðustjórnun og sérréttindum. Fangar rimlafánans bíða spenntir eftir næsta valdboði sem tryggja skal sérréttindi þeirra sem segjast vilja öðlast leyfi sem þeir hafa þegar fengið.

Í dag er staðan ekkert til að hrópa húrra fyrir. Í dag er staðan sú að sumt fólk afmarkar sig sem hinsegin fólk. ÞETTA ER STAÐREYND. Í dag vill sumt fólk vera afmarkað sem hinsegin fólk, það segist vera öðruvísi en fólk flest. ÞETTA ER STAÐREYND. Í dag er jafnrétti tryggt með lögum - allir menn hafa sama rétt. ÞETTA ER STAÐREYND. Að segjast vera hinsegin er krafa um sérréttindi – í krafti þess að vera öðruvísi. ÞETTA ER STAÐREYND.

Í samfélagi þar sem allir eiga að vera jafnir er til skilgreining sem gerir suma sérstakari en aðra. ÞETTA ER STAÐREYND. Ef það að flokka fólk í hinsegin og svona er ekki að skila ásættanlegri niðurstöðu, er þá ekki örugglega komin tími til að ræða nýja leið? Ég segi að flokkunarkerfið sé slæmt fyrir alla.

Það er akkúrat flokkunarkerfið sem leyfir einum tilteknum hóp hinsegin fólks að flytja grunnskólabörnum fræðslu um kynréttindi, þetta er kynfræðsla sem snýst um það að allir menn megi ráða því sjálfir af hvaða kyni rekkjunautar þeirra eiga að vera. Allt annað sem inn í þessi fræði kemur hefur það að markmiði að styrkja þann málstað sem beint og óbeint snýst um kynlíf.

Skildu eftir skilaboð