Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri hefur farið mikinn

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent3 Comments

Helga Dögg Sverrisdóttir kennari skrifar:

í umræðu um fordómafull skrif mín og er verulega upptekin af svokölluðu bakslagi hinsegin baráttunnar. Svo ekki sé minnst á hatursorðræðuna. Allt án rökstuðnings.

Hilda Jana talar ekki um hvaða bakslag er í gangi, aðrir gera það ekki heldur. Umræða um trans-málaflokkinn frá ólíkum hliðum er ekki bakslag. Að vera ósammála trans-hugmyndafræðinni eins og hún er lögð fram er ekki bakslag. Vitundarvakning foreldra og annarra er ekki bakslag. Mannréttindi hinsegin fólks er ekki í hættu, allavega hér á landi, og því ekki bakslag.

Merkilegt að fólk eins og Hilda Jana geti ekki rökstutt málflutning sinn þegar hún geysist fram með fullyrðingar.

Nú hefur Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi tök á að rökstyðja málflutning sinn.

Sendi henni eftirfarandi bréf og afrit á bæjarstjóra:

Sæl Hilda Jana.

Skrifa til þín sem bæjarfulltrúa.

Þú hefur farið mikinn í að saka mig um hatursorðræðu og fordóma gagnvart trans fólki. Hvergi hef ég séð þig rökstyðja málflutninginn.

Nú vil ég biðja þig að senda mér rökstuðning fyrir fullyrðingum þínum, vitna til hatursummæla, hvar þú finnur þau og hvað gerir þau að hatursorðræðu.

Ég vil líka biðja þig að finna hvar ég í skrifum mínum sýni trans-fólki fordóma og á hvaða hátt það teljast fordómar.

Kveðja, Helga Dögg

Neita því ekki, býð spennt eftir svörunum. Hljóta að fylla 6-10 blaðsíður miðað við gasprið í henni.

Veit að ég ber ekki hatur til trans-fólks frekar en annars fólks, en ég samþykki ekki allt sem haldið er fram í trans-hugmyndafræðinni.

Ég samþykki ekki:

  • Að kynin séu fleiri en tvö.
  • Að barn sé fætt í röngum líkama.
  • Að heilbrigðisstarfsmenn og foreldrar geti sér til um kyn barns.
  • Að trans-konur með typpi fari inn í einkarými kvenna og stúlkna.
  • Að hægt sé að skipta um kyn, líffræðilega. XX og XY litningar verða alltaf til staðar.
  • Að hormóna- og krosshormónameðferðir séu án afleiðinga.
  • Að það sé eðlilegt að mikill fjöldi unglinga glími allt í einu við kynama.
  • Að fjarlægja eigi orðin kona, karl, stelpa og strákur út úr tungumálinu.

Ég samþykki:

  • Að félagslegt kyn geti verið alls konar.Tilfinning og hugsun fólks.
  • Að börn sem glíma við kynama eigi að fá góða sálfræðiráðgjöf, hlutlausa.
  • Að börn sem glíma við kynama eiga oft við önnur andlega veikindi að stríða.
  • Að börn sem glíma við kynama eigi sama rétt og önnur börn.
  • Að börn sem glíma við kynama fái sömu umönnun, gagnreynda, og öll önnur börn.
  • Að börn megi vera alls konar, það þarf ekki að ýta þeim inn í kynhlutverk.
  • Leyfi lýðnum að fylgjast með þegar bæjarfulltrúinn svarar.

Lötu blaðamennirnir ættu kannski að kíkja á þetta líka:

Ný bók fra Erin Brewer: „það fæðist engin í röngum líkama.“

3 Comments on “Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri hefur farið mikinn”

  1. Mikið er gott að enn eru til kennarar sem láta ekki vinstri sinnaða klikkhausa heilaþvo sig með bulli.

  2. Það getur ekki verið gott fyrir börn að þau séu rugluð í ríminu með þessari transklikkun. Hvað með seinna meir þegar þessi börn eru orðin fullorðin og líður öðruvísi en í æsku? Hvað þá?

Skildu eftir skilaboð