Jón Magnússon skrifar:
Þegar kemur að pólitískri innrætingu og áróðri, á fréttastofa RÚV fáa sína líka.
Í kvöldfréttum var langur fréttapistill um kosningar í Póllandi. Boðskapur RÚV var,að mikil ógn steðjaði að Pólverjum ef núverandi stjórnarflokkur sem telst til hægri ynni sigur. Talað var ítrekað um að það kynni að þýða endalok lýðræðis í Póllandi. Loks var kynnt áróðurskvikmynd andstæðinga stjórnarflokksins „Lög og réttur“.
Svipaða tuggu hefur fólk iðulega heyrt áður á RÚV. Hægri flokkar sem vilja stjórna eigin landamærum, fá neikvæða umfjöllun hjá RÚV sbr. t.d. Viktor Orban í Ungverjalandi, Svíþjóðardemókratar og Alternative für Deutschland. Engum hefur þó verið gert svo hátt undir höfði að nánast fullyrða, að sigur þeirra mundi þýða endalok lýðræðis.
Merkilegt að engin umræða skuli fara fram á Alþingi um þessa ríkisfréttastofu og þau brot á almennum mannréttindum að skikka fólk og fyrirtæki til að borga fyrir einhliða áróðursmiðstöð.
Af hverju má fólk ekki ráða því hvort það eru áskrifendur að útvarpsstöð eða ekki. Það ættu að vera ótvíræð lýðréttindi að einstaklingar geti sjálft valið sína miðla í stað þess að ríkisvaldið troði þeim ofan í fólk með góðu eða illu.
6 Comments on “Endalok lýðræðis”
Já, af hverju er almenningur neyddur til að borga fyrir áróður vinstri-manna? Hvers konar lýðræði er það? Það er ekkert val, og þetta sjúka vinstri pakk dirfist að tala um lok lýðræðis í Póllandi, og öðrum löndum ef hægri flokkur hefur sigur í lýðræðislegum kosningum! Munið þegar vinstri fjölmiðlar sögðu að Þriðja Heimsstyrjöldin myndi hefjast fljótlega ef fólk kysi Donald Trump. En nú er Joe Biden og Demókratar við stjórn og heimsmálin eru í upplausn! Og Bandaríkin með Joe Biden eru að sökkva í djúpið. Já, útópía vinstri klikkhausana er svo dýrleg!
Lýðræði mætti fjúka í hafsauga mín vegna. Það er kallað lýðræði af því að þeir sem stjórna því, frímúrararnir, kalla það lýð…… ræði, af þvî að þeir eru alltaf að hæðast að okkur sauðsvörtum almúganum. Þeir sjá til þess að lýðurinn geti aldrei stofnað flokk.
Er það ekki týpískt að stríðsherrarnir eru alltaf að verja lýðræðið.
Brynjólfur. Er það ekki Trump sem hefur sífellt verið að monta sig af bólusettningar herferð sinni, þrátt fyrir, að á sínum tíma, taldi hann son sinn vera skertan vegna bóluefna.
Ef að fólk mætti hætta í áskrift af Ruv, þá færi illa fyrir stöðinni.
Minn kæri Trumpet, það er mikil vinstri-slagsíða á fjölmiðlum almennt, sem dæmi, hefur ´RÚV hatast við Donald Trump og Repúblikana, á meðan dásama þeir Joe Biden og Demókrata. Sá sem sér það ekki er blindur, heyrnarlaus, og vitgrannur. Því miður er áróðursvél vinstri-manna mjög öflug í heiminum. Mun það enda vel?
Brynjolfur, ég er að mörgu leyti sammála þér, RUV, DV, Vísir, MBL og heimildin eru innihaldslaus áróðurapparöt öfga-hægri-vinstri glóbalistana. Þessir miðlar eru ekki að segja fréttir, þeir búa til fréttir til þess eins að stjórna umræðunni!
Þetta gengur mjög vel í úrkynja-heimskt íslenskt samfélag, fólk getur séð uppklappið og upphafninguna á þessum fjölmiðlafólki (blaðramönnum) í kommentakerfunum sem öskra og æpa á alla þá sem voga sér að segja sannleikann.
Það sorglega er það að öll pólitíkin á Íslandi er í innihaldslausum eiginhagsmuna leiðángri og í rauninni væri hægt að sameina nær alla flokkana þar sem það er í rauninni orðnir örfágir millimetrar milli skoðanna þeirra allra.
Þetta fólk er ekki að vinna fyrir land og þjóð!