Glæpahóparnir skaða samkeppnishæfni Svíþjóðar

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Ímynd Svíþjóðar á alþjóðavettvangi hefur breyst verulega á undanförnum árum, úr fyrirmyndaríki yfir í víti til varnaðar. Þetta er farið að hafa áhrif á sænskt efnahagslíf, þar sem fyrirtækin eiga erfiðara með að ráða starfsfólk og fá til sín fjárfesta. Forstjóri Viðskiptaráðs Stokkhólms segir, að velferð Svíþjóðar sé í húfi til lengri tíma litið.

Viðskiptaráðið í Stokkhólmi hefur rannsakað, hvernig sænska efnahagslífið verður fyrir áhrifum af glæpahópunum og niðurstöðurnar eru hreint út sagt vonbrigði. 83% fyrirtækja í Stokkhólmi og Uppsölum segja að erfiðara sé að laða að fjárfestingar og starfsfólk frá öðrum löndum. Andreas Hatzigeorgiou, forstjóri Viðskiptaráðs Stokkhólms, segir að margir fyrirtækjaeigendur ræði um þetta í dag. Hann segir í samtali við SVT:

„Það verður að snúa við þessari neikvæðu glæpaþróun. Að öðrum kosti er hætta á, að þetta hafi neikvæð áhrif á velmegun allrar Svíþjóðar í framtíðinni. Við munum eiga erfiðara með að laða að hæfileikaríkt fólk til landsins.”

Viðskiptalífið varaði við því fyrir þremur árum síðan 2021, að breytt ímynd Svíþjóðar hefði neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Svíþjóðar.

Skildu eftir skilaboð