Gústaf Skúlason skrifar:
Vidar Helgesen, pólitískt rétttrúaður forstjóri Nóbelstofnunarinnar, var á fundi World Economic Forum árið 2014. Þar ýtti hann undir stefnu alþjóðahyggjunnar m.a. í loftslagsmálum. Mynd: WEF
Forstjóri Nóbelsstofnunarinnar, Vidar Helgesen, hefur pólitíska hagsmunagæslu sem hluta af vörumerki Nóbelsverðlaunanna. Helgesen hefur lengi unnið að róttækum markmiðum glóbalistanna og vill koma á hugmyndafræðilegri innrætingu skólabarna.
Í meira en áratug hefur Nóbelstofnunin sniðgengið Svíþjóðardemókrata og neitað að bjóða þeim í Nóbelskvöldverðinn vegna pólitískrar afstöðu. Það er einkum í gegnum Vidar Helgesen, framkvæmdastjóra Nóbelstofnunarinnar, sem pólitísk afstaða stofnunarinnar hefur komið fram. Hann hefur meðal annars sagt að „Nóbelsverðlaunin tákni andstæðu pólunar, þjóðernishyggju og popúlisma.” Á síðasta ári var sú ákvörðun að bjóða ekki Jimmie Åkesson rökstudd með því að „Nóbelsverðlaunin hvíli á virðingu fyrir vísindum, menningu, húmanisma og alþjóðahyggju“.
Erfðaskrá Nóbels
Það sem kemst næst glóbalismanum í erfðaskrá Alfreðs Nóbels er eftirfarandi:
„Það er bein ósk mín að ekki sé tekið tillit til þjóðernis við verðlaunaafhendingu, svo að hæstvirtur einstaklingur fær verðlaunin, hvort sem hann er skandinavískur eða ekki.”
Á hvaða hátt Åkesson myndi ekki virða vísindi eða menningu hefur stofnunin aldrei útskýrt. Þegar bakgrunnur Vidars Helgesen er skoðaður er ekki svo skrýtið að Nóbelstofnunin heldur ekki lengur í upphaflegu hugmyndina um framfarir í vísindum og viðleitni í þágu heimsfriðar.
Vill „forrita börn í loftslagshugmyndafræði”
Helgesen fæddist árið 1968 í Bodø í Noregi og starfaði sem lögfræðingur og diplómati áður en hann varð ráðherra hægristjórnarinnar m.a. loftslags- og umhverfisráðherra þess. Síðar varð hann utanríkisráðherra áður en hann tók við sem framkvæmdastjóri Nóbelstofnunarinnar árið 2021, þegar Lars Heikensten hætti störfum.
Á ráðstefnunni Umbreyting yfir í græna efnahagskerfið „Transition to the Green Economy” í Bratislava 2016 kynnti hann sýn sína á framtíðarheim sem algjörlega fóru saman við hugmyndir Klaus Schwab og World Economic Forum. Helgesen hélt því fram að vélar knúnar bensíni og dísilolíu heyrðu sögunni til og beitti sér fyrir nýrri „meðvitaðri neysluhyggju“ þar sem eignarhald yrði að mestu skipt út fyrir leigulausnir. Jafnframt lagði hann til, að skattkerfið yrði uppfært fyrir lögboðnar loftslagsaðgerðir. Helgesen taldi að það þyrfti að fræða almenning um gildi þessa strax, ekki síst börnin, sem samkvæmt Helgesen ættu að vera forrituð í loftslagshugmyndafræði í gegnum ríkisskólakerfið:
„Það sem hefur reynst mikilvægt hvað varðar menntun ríkisins er áherslan á börn. Námskrár og frumkvæði í skólum eru mikilvæg. Í Noregi hefur endurvinnsla og sorpvinnsla tekið miklum framförum, ekki síst vegna þess að börn eru að mennta foreldra sína.”
Réðst á þá sem gagnrýndu lokanir yfirvalda
Árið 2019 var Helgesen kynntur á vefsíðu World Economic Forum í sambandi við að miðstöð fyrir fjórðu iðnbyltinguna „C4IR Norway” var stofnuð í Noregi sama ár. Í grundvallaratriðum var hugmyndafræði Klaus Schwab grundvöllur kynningarinnar:
„Með samstarfi hins opinbera og einkaaðila mun miðstöðin þróa stjórnunarreglur og lausnir fyrir sjálfbært og arðbært sjávarhagkerfi …..”
Vidar Helgesen er talsmaður glóbalismans á fleiri sviðum. Í viðtali við Sveriges Radio SR árið 2021 fordæmdi hann gagnrýni fólks á lokunum yfirvalda vegna Covid. Hann sagði reiði almennings ógna samfélagskerfinu.