Blaðamaður á Visir hikar ekki við að flytja þjóðinni falsfréttir

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent5 Comments

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Ótrúlega vitlaus frétt birtist á Vísi.is um konu sem varð ófrísk, gekk með barn og fæddi undir fyrirsögninni, „ég er pabbinn sem var óléttur.“

Nei Lovísa Arnardóttir það er ekki hægt. Karlmaður verður ekki óléttur, gengur með barn eða fæðir. Að bera svona þvæla á borð fyrir þjóðina á að vera refsivert. Falsfréttir í sínum versta búning.

Mannréttindadómstóllinn hefur dæmt í málum sem er eins og þetta. Lesið hér. Lovísa ætti að kynna sér dóminn.

Það má vel vera að konan sem fæddi barnið skilgreini sig sem karlmann, ekkert að því. En sem skilgreindur karlmaður gengur hún ekki með eða elur barn. Hvað þá að vera með barn á brjósti.

Kona sem vill vera ófrísk, ganga með barn og fæða er kona, ekki karlmaður. Hefði viðkomandi ekki fæðst með kvennamanns líffæri og xx-litninga hefði þetta ekki gerst. Kona þarf að verða sér út um xy-litninga frá karlmanni til að úr verði barn.

Við hljótum að gera kröfu á að satt og rétt sé farið með þegar líffræðin og staðreyndir eru annars vegar.

Höfundur er kennari.

5 Comments on “Blaðamaður á Visir hikar ekki við að flytja þjóðinni falsfréttir”

  1. Heimskan er orðin svo mikil í heiminum að það hálfa væri nóg! Karlmenn að fæða börn, líffræðilega ómögulegt. En vinstri-klikkhausarnir skilja það ekki.

  2. “Vinstri klikkhausarnir” vilja halda fram rugli og hægri klikkhausarnir vilja banna þeim að halda fram rugli. Hvort ruglið er betra? Nei, vinstri klikkhausarnir mega alveg halda fram rugli svo lengi sem heilbrigt fólk fái að benda á ruglið. Svona hafa frímúrararnir farið með okkur. Þeir benda á vandamálin og eru svo tilbúnir með frelsis skerðingarnar. “Order out of caos”

  3. Ég er oft ósammála ýmsum kenndum og tilfinningum. En það þýðir ekkert endilega að ég sé uppfullur af hatri. Kannski frekar bara eðlilegri skynsemi .

Skildu eftir skilaboð