Gulla-skýrslan: það gæti kólnað, hækkum samt skatta

frettinInnlent, Loftslagsmál, Páll Vilhjálmsson2 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Í skýrslu Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra segir meira muni hlýna norðan lands en sunnan og sums staðar kólni. Orðrétt

Niðurstöður líkanreikninga benda til þess að hlýnun verði meiri norðan við landið en sunnan við það. Í mörgum líkönum gætir tímabundinnar, staðbundinnar kólnunar.

Segja sem sagt líkönin í fleirtölu. Hér væri réttara að segja: margar ágiskanir eru um veðurfar framtíðar, það gæti hlýnað en líka kólnað.

Líkan gefur útkomu samkvæmt forsendum líkanasmiðsins. Líkön í höndum áhugamanna um hlýnun af mannavöldum sýnir niðurstöðu sem fyrirfram er ákveðin. En jafnvel hörðustu hamfarasinnar hafa orðið að éta ofan í sig fyrri orð um heimsbyggðin stikni á næstunni sakir útblásturs mannsins á koltvísýringi, CO2. Það getur líka kólnað. Vísindin vita það ekki. Löngu fyrir daga vísinda var vitað að veður er breytilegt.

Í raun ætti yfirskriftin á skýrslunni að vera: Loftslag breytist frá einum tíma til annars.

Norska hagstofan birti rannsóknaskýrslu nýlega um áhrif manngerðs koltvísýrings á loftslag jarðar. Þar segir að líkön geti ekki greint á milli náttúrulegra hitabreytinga og meintra áhrifa mannsins á loftslag jarðarinnar síðustu 150 árin. Lokaorðin eru eftirfarandi:

niðurstöður gefa til kynna að áhrif af manngerðum koltvísýringi séu ekki nægilega sterk til að valda kerfisbundnum breytingum á hita. Með öðrum orðum, greining okkar sýnir að með núverandi þekkingu er ómöguleg að segja til hve hátt hlutfall hitahækkunar sé af völdum CO2-útblásturs.

Í Gulla-skýrslunni er oft og mörgum sinnum kvartað undan of litlu fé í þetta og hitt, til að skilja að veðurfar breytist frá einum tíma til annars.

Aukið skattfé til rannsókna á þekktu ástandi, að veðurfar breytist, er sóun á almannafé. Guðlaugur Þór ætti ekki að tala fyrir hækkun skatta á almenning til að moka í botnlausa hít sem engu skilar.

2 Comments on “Gulla-skýrslan: það gæti kólnað, hækkum samt skatta”

  1. Hitastig tekur breytingum, það er ekki til neitt jafnhitastig, en það skiptir vinstri-klikkhausana engu máli, þá á að skattleggja almenning til fátæktar, gera bílinn svo dýran í rekstri að fólk neyðist til að nota almenningssamgöngur. Já, útópía vinstri-manna er svo dýrleg!

Skildu eftir skilaboð