Trúarstríð, bandalag íslam og vinstrimanna

frettinPáll Vilhjálmsson, Woke5 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Þýskt stéttafélag lögreglumanna segir trúarstríð geisa á götum Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Dálkahöfundur Telegraph segir ,,sjúklegt" gyðingahatur á vesturlöndum.

Tilefni trúarstríðsins og gyðingahatursins er átök Ísraela og Hamas. Þau hófust 7. október með fjöldamorðum Hamas á almenningi í Ísrael.

Margir múslímar telja átökin vera á milli trúarsannfæringar, íslam annars vegar og hins vegar gyðingdóms. Víða í Vestur-Evrópu eru fjölmenn samfélög múslíma, t.d. í Berlín.

Margir vestrænir vinstrimenn líta svo á að Ísrael sé nýlenduveldi er sitji yfir hlut araba í landinu helga. Pólitík bætist við landlæga gyðingaandúð.

Bandalag íslam og vinstrimanna býr til pólitíska orku sem má leysa úr læðingi með falsfréttum að Ísraelar stundi fjöldamorð s.s. með árás á sjúkrahús.

Ísraelsríki var stofnað 1948. Yfirstandandi átök eru ekki ólík mörgum fyrri í 75 ára sögu Ísrael.

Mótmælin til stuðnings Hamas síðustu daga í Vestur-Evrópu gefa til kynna að bandalag múslíma og vinstrimanna sé sterkara en áður.

Almennt eru vestrænir vinstrimenn ekki trúaðir, fremur halla þeir sér að guðlausri veraldarhyggju. Ef dæmigerður vinstrimaður yrði að velja sér búsetu og valið stæði á milli Ísrael eða  múslímaríkis, t.d. Egyptalands, Írak eða Íran, myndi sá dæmigerði velja Ísrael sem byggir á vestrænum gildum.

Múslímar á vesturlöndum kjósa vestræn lífskjör en hafna samfélögum þar sem íslam ræður ríkjum. Almennt eru lífsgæðin síðri í múslímaríkjum og mannréttindi í skugga trúarsetninga.

Það sem sameinar múslíma og vinstrimenn, fyrir utan gyðingaandúð, er hatrið á vestrænum gildum og lífsháttum. Mótsögnin er að hvorugur hópurinn, múslímar og vinstrimenn, vilja vera án vestrænna lífsgæða.

Svo vill til að á íslensku var á 13. öld skrifað um sálarástand vestrænna múslíma og vinstrimanna. Greiningin er lögð í munn blóðþyrstrar konu sem ellimóð sagði forvitnum syni sínum hver stæði hjarta hennar næst af föllnum ástmönnum. ,,Þeim var ég verst er ég unni mest."

5 Comments on “Trúarstríð, bandalag íslam og vinstrimanna”

  1. Já, hugarheimur vinstri klikkhausana er mjög skrýtin, flestir elska þeir Múslima og hata Gyðinga, en fæstir þeirra myndu vilja búa við hefðir og trúarbrögð í t.d. Íran, Saudi-Arabíu, eða öðrum Múslímaríkjum.

  2. Strákar, voru það vinstri menn sem drápu 6 milljón gyðinga í seinni heimstyrjöldinni ?

  3. Það hefur lengi verið alið á hatri á Gyðingum. Rómverjar lögðu Jerúsalem í rúst og murkuðu lífið úr Gyðingum, Nasistar stóðu fyrir Helförinni. En hverjir eru það, í dag, sem eru að ala á hatri á Gyðingum?

  4. Nákvæmlega, Brynjólfur, ég er sammála, passar við það sem manni var kennt í skóla og vonandi var eitthvað að marka það. Við getum líka notað orðið vinstri menn yfir þetta Blairisma woke lið , ég geri hinsvegar þá athugasemd að wokið og sérlega Blairismin eru í besta falli skammarblettur á öllu sem raunverulegir vinstri sinnar standa fyrir, héðan séð sýnist manni þetta vera verkefnalausir unglingar og samhengislaus millistéttin í gerfiheiminum sínum. En já, já við skulum bara kalla þetta vinstri, það er hvort eð er enginn flokkur, allavega á íslandi, eftir sem er ekki langt hægra meginn við Ronald Regan

Skildu eftir skilaboð