Lögfræðingurinn Reiner Fuellmic handtekinn – leiddi alþjóða rannsókn á glæpum lyfjarisanna

frettinErlent1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hinn kunni alþjóðlegi lögfræðingur Reiner Fuellmic frá Þýskalandi var fyrir nokkru handtekinn í Mexíkó, þegar hann ætlaði ásamt konu sinni að endurnýja vegabréf. Þýsk yfirvöld vissu af því og notuðu tækifærið til að setja hann í járn inni í þýska sendiráðinu og flytja hann til Þýskalands og loka hann í fangelsi. Fuellmich er einn af fremstu leiðtogum heims í baráttunni gegn glóbalistunum og leiddi starf alþjóðlegrar kórónunefndar til að afhjúpa glæpi glóbalismans gegn mannkyni og draga ábyrga glóbalista fyrir dómstóla. Hér er birt grein rannsóknarblaðamannsins Leo Hohman um málið og sagt frá rannsóknarblaðamanninum neðar á síðunni.

Leo Homann skrifar á Substack: Þýski lögfræðingurinn Reiner Fuellmich var að vinna að verkefninu „Seinni Nuremburg réttarhöldin“ til að draga upphafsmenn Covid lífvopnasamsærisins til ábyrgðar, þegar hann var handtekinn um helgina af þýskum yfirvöldum í Mexíkó, þar sem hann og eiginkona hans dvöldu. Hann var tafarlaust fluttur til Þýskalands og settur í fangelsi.

Þurfti að endurnýja vegabréfið

Fuellmich hafði að sögn týnt vegabréfinu sínu og ætlaði að heimsækja þýska sendiráðið í Tiajuana í Mexíkó. Þegar hann kom á staðinn biðu þýsk yfirvöld eftir honum og handtóku hann og færðu í flugvél á leið til München í Þýskalandi, þar sem hann var fangelsaður. Sagt er að hann sitji núna í fangelsi í Frankfurt. Nákvæmar ákærur eru enn óljósar í skrifandi stund. En vinsamlegast biðjið bæn fyrir Reiner og fjölskyldu hans. Fuellmich hefur lögfræðileyfi í Þýskalandi og í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.


UPPFÆRT: Þegar hann kom í sendiráðið á föstudaginn, þá biðu sex menn eftir honum. Þegar Dagmar Shoen, lögmanni hans, voru birtar ákærurnar fékk hún 30 síðna opinbert kæruskjal, þannig að handtakan var vandlega skipulögð og framkvæmd. Ákærurnar tengjast ásökunum Viviane Fischer, fyrrum liðsmanni Fuellmich í kórónunefndinni, sem sakaði hann um fjárhagslega misgjörð.


Þrír einstaklingar hafa skrifað undir ákæru á hendur Reiner. Kannski er vitlausasta hlið ákærunnar sú, að peningarnir sem Reiner er sagður hafa tekið, eru á bankareikningi (eða voru alla vega á bankareikningi) eins af þremur þeirra. Patrick Wood, ritstjóri Technocracy News, sem hefur áður unnið með Fuellmich við að grafa fram sannleikanum um Covid, sagði:

„Þeir tældu hann inn í þýska sendiráðið í Mexíkó, þar sem þeir rændu honum. Hann var ekki handtekinn í Mexíkó vegna þess að það er enginn framsalssamningur (milli Mexíkó og Þýskalands).“

Við verðum að stöðva viðleitni þeirra ofurríku til að útrýma okkur á þann hátt sem reynt var í Evrópu á fjórða áratugnum

Samkvæmt grein í Global Research undirbúa stuðningsmenn Fuellmich mótmæli gegn aðgerðum þýskra stjórnvalda. Fuellmich leiðir störf alþjóðlegrar glæparannsóknarnefndar sem vinnur að því að afhjúpa glæpsamlegt athæfi varðandi losun Covid veirunnar. Verið er að rannsaka óvenjuleg og glæpsamleg viðbrögð sem í grundvallaratriðum voru innleidd í hverju einasta landi í heiminum – þar á meðal lögboðið um eiturefnasprautur sem markaðssettar voru sem „bóluefni.” Emanuel Pastreich, fyrrum forseti Asíustofnunarinnar, segir í grein hjá Global Research:

„Það sem ég vil leggja áherslu á, er að við verðum að sameinast um að styðja ekki aðeins hann, heldur þúsundir manna eins og hann sem standa gegn viðleitni til að breyta ríkisstjórnum í leikbrúður fyrirtækja, alþjóðlegra banka og milljarðamæringastéttarinnar og allra sníkjudýranna sem leynast þar að baki.”

„Við vitum, að ef við stöðvum ekki þessa viðleitni til að eyðileggja réttarríkið á öllum stigum í því skyni að skapa sérstakt ríki sem einungis tilheyrir hinum ofurríku og voldugu, þá munum við örugglega fá yfir okkur alþjóðlegt fasískt kerfi sem mun – ef því tekst það – útrýma okkur á nákvæmlega þann hátt sem reynt var í Evrópu á fjórða áratugnum.”

„Ég vil líka leggja áherslu á, að þessi viðleitni til að bæla niður einhvern sem vinnur svo hörðum höndum að því að framfylgja réttarríkinu og koma sannleikanum á framfæri einmitt á því augnabliki sem sóst er eftir að hefja heimsstyrjöld á milli Ísraels og Írans að meðtöldum Bandaríkjunum og hugsanlega mörgum öðrum löndum, er alls engin tilviljun heldur um hliðstæðu að ræða. Önnur viðleitnin er til að mata okkur á stríði sem grundvelli laga, stjórnarhátta og efnahagslífs og hin er tilraun til að eyðileggja allar undirstöður réttarríkisins og borgaraleg réttindi.“

Leggja út tálbeitur til að sundra andstöðunni gegn glóbalismanum

Hann sagði ennfremur:

„Ef við getum ekki nafngreint glæpina, ef við getum ekki borið kennsl á óvininn, þá verður engin leið til þess að hvorki falleg orð né hraðar aðgerðir geti leitt til neinnar mögulegrar jákvæðrar útkomu. Við vitum allt of vel, að þessi ósýnilegu völd hafa þegar lagt út tálbeitur fyrir okkur sem færa okkur ranga valkosti, hvort sem það er á milli Trumps og Bidens eða Hamas og Ísraels … valkosti sem er til að rugla okkur og etja okkur hvert gegn öðru, þannig að við getum ekki sameinast í andstöðu gegn þessu ofríki milljarðamæringastéttarinnar í öllum heiminum.“

One Comment on “Lögfræðingurinn Reiner Fuellmic handtekinn – leiddi alþjóða rannsókn á glæpum lyfjarisanna”

  1. Ég fylgist með REINER FUELLMICH og Viviane Fischer í Covid þegar almenningur var gegnsýrður af áróðri Glóbalist/lyfjaframleiðenda/stjórnvalda/fjölmiðla og veit þokkalega mikið um þetta… Fyrir ári síðan eða svo þá kom Viviane Fischer með fréttatilkynningu um að Reiner tók stórar upphæðir af styrktarreikningi félagsins sér sem launakostnað og taldi að hann ætti það með réttu með vinnuframlagi síns sem lögfræðingur.. hann kom svo seinna með eftir að Viviane kom með þessa fréttatilkynningu opinberlega að hann þurfti að gera breytingar á húsi sínu í Þýskalandi til þess að koma því á sölu og að hann ætlaði að borga þessa fjárhæð til baka eftir að sölu hans á húsinu líki…Þannig að það er ákveðið vandamál til staðar.. en það má vel vera að Þýska ríkið hefur nýtt sér þetta til að ákæra hann um fjármálamisferli til þess eins að koma honum til Þýskalands til að ákæra hann fyrir þessar misfærslur.. sem mér finnst persónulega líklegt.. Ég tel persónulega að Þetta tengist ekki hans sérstaklegum aðstoðarmanni Viviane nokkrum máli. Hún var ósátt að Reiner tók þessa fjárhæðir af reikninginum og þar við situr. Ætla ekk að leggja dóm á það nema að mér finnst frekar ósiðlegt að hann hafi sjálfur ákveðið laun fyrir hans framlag og ekki annarra en við vitum samt að ekkert er ókeypis. Hinsvegar tel ég þessa frelsissviptinu vel planaða og með það að leiðarljósi hafa þeir með ráðum náð að stela vegabréfinu hans til að fá hann í sendiráðið og þar með koma honum til Þýskalands sem næsti Assange.

Skildu eftir skilaboð