ESB lagði milljarða í vatnsleiðslur Palestínu – rifnar upp til að byggja eldflaugar gegn Ísrael

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Á síðasta áratug hefur ESB fjárfest milljörðum í að byggja vatnsleiðslur fyrir Palestínumenn sem búa á svæðum undir stjórn Hamas. Hamas gróf rörleiðslurnar upp og breytti í eldflaugar sem skotið var á Ísrael.

Fyrir rúmlega 100 milljónir sænskra króna frá ESB var fyrsti áfangi afsöltunarstöðvarinnar í Khan Younis á suðurhluta Gaza-svæðisins vígður árið 2017. Þar er sjó breytt í drykkjarvatn og er knúinn rafmagni frá sólarorkugarði sem byggður var í nágrenninu.

Á árunum á eftir var afsöltunarstöðin stækkuð auk þess sem vatnslagnir voru lagðar til íbúa Gazaborgar á norðurhluta Gaza-svæðisins. Féð, samtals rúmlega 200 milljónir evra, nálægt 2,5 milljörðum sænskra króna eða 32 milljörðum íslenskra króna, kom frá ESB og Þýskalandi.

Mynd úr afsöltunarstöðinni.

Breska Telegraph skrifar, að ESB hafi einnig byggt vatnsleiðslur í Jenin á Vesturbakkanum, sem er lýst sem miðstöð Hamas. Samkvæmt breska blaðinu, sem gerði greiningu á fjárfestingum Evrópusambandsins í vatnsframkvæmdum í Palestínu undanfarin tíu ár, hafa um 100 milljónir evra, rúmlega 1,1 milljarður sænskra króna, verið fjárfest í byggingu vatnsleiðslna á svæðum sem hryðjuverkasamtökin Hamas hafa stjórnað. Alls hefur ESB fjármagnað um fimm þúsund vatnsleiðslur á Gaza og Vesturbakkanum.

Endurbyggð í eldflaugar

Í maí 2021 birtu al-Qassam hersveitir Hamas kvikmynd sem sýnir hvernig vatnsleiðslurnar eru grafnar upp og notaðar til að smíða eldflaugar. Annað myndband sýnir hvernig Hamas felur eldflaugarnar í neðanjarðargöngum á Gaza-svæðinu, þaðan sem þeir skjóta þeim síðan á Ísrael.

Vatnsrör geta verið úr PVC-plasti og einnig úr stáli og öðrum málmum og sama tegund af rörum er einnig almennt notuð af fólki í hinum vestræna heimi sem hefur eldflaugasmíði að áhugamáli. ESB og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa ítrekað kennt Ísraelum um skemmdarverk á vatnsleiðslum Palestínumanna en ekki tekið á því, að Hamas sjálft hefur samþykkt að grafa þær upp.

Ungverjaland: Stöðva alla aðstoð

Ungverski ESB-þingkonan Kinga Gál krefst þess í myndbandi sem ungverski stjórnarflokkurinn Fidesz birti á Facebook, að aðstoð ESB við Palestínumenn verði stöðvuð. Sterkur grunur leikur á, að stór hluti þeirra 691 milljóna evra sem Brussel veitti Palestínumönnum í aðstoð hafi einnig runnið til hryðjuverkasamtakanna Hamas. Kinga Gál krefst þess. að rannsakað verði í hvað peningarnir hafa farið og vill láta hætta öllum stuðningi við palestínsk yfirvöld þegar í stað.

Ungverska ESB-þingkonan Kinga Gál

Fidesz var áður hluti af hópi frjálslyndra á ESB-þinginu, EPP, en neyddist til að yfirgefa flokkshópinn eftir deilur við ólígarkann George Soros, sem hefur mikil áhrif á stjórnmálamenn í Brussel. Flokkurinn er utan stjórnmálahópa ESB-þingsins.

Skildu eftir skilaboð