Gústaf Skúlason skrifar:
Á mánudag sýndu Ísraelar 200 erlendum blaðamönnum 43 mínútna myndskeið með þeim átakanlegu glæpum sem villimenn Hamas frömdu í árásinni á suðurhluta Ísraels þann 7. október, þegar þeir slátruðu meira en 1.400 manns. Sum myndbandanna höfðu ekki verið gerð opinber áður. Lesendur eru varaðir við óhugnanlegum lýsingum hér að neðan.
We are witnessing a Holocaust denial-like phenomenon unfolding in real time.
So tomorrow, Israel will screen for foreign journalists the raw, unedited footage of Hamas’ atrocities in the October 7 Massacre, as captured by its death squads’ body cams. pic.twitter.com/wm7rjuvFsn
— Eylon Levy (@EylonALevy) October 22, 2023
Ísraelsk yfirvöld ákváðu að sýna blaðamönnunum þennan viðbjóð til að sporna gegn þeim anda í stíl við „afneitun helfararinnar“ sem er farinn að gegnsýra heiminn. Hér að neðan má sjá tilkynningu um birtingu myndefnisins:
The Times of Israel og fleiri miðlar birtu hinar skelfilegu upplýsingar sem varnarmálaráðuneyti Ísraels deildi. Með örfáum undantekningum var blaðamönnum aðeins leyft að hafa skrifblokkir og penna, því ísraelska varnarmálaráðuneytið bannaði blaðamönnunum að deila verstu og skelfilegustu myndunum opinberlega.
Lýsingar þeirra sem sáu hin hrottalegu myndbönd
Hér eru nokkrar hryllingslýsingar – (viðkvæmum er ráðlagt að stöðva lesturinn hér):
Á einu myndbandi veltir maður sér á jörðinni, það blæðir úr maga hans samtímis og Hamas-hryðjuverkamaður reynir árangurslaust að höggva höfuðið af honum. Á öðru myndbandi er ísraelsk kona að reyna að komast að því, hvort að hluta til brennt afhöfðað lík sé af fjölskyldumeðlimi hennar. Kjóll hinnar látnu var dreginn upp að mitti. Henni hafði verið nauðgað og hún pyntuð á villimannlegan hátt áður en kvalarar hennar kveiktu í henni.
Á einu myndbandinu sést þegar 19 ára ísraelsk herkona íklædd blóðugum buxum er dregin út úr skottinu á bíl við sjúk fagnaðarlæti viðstaddra. Einn maður öskrar á ensku: „Þú ert á Gaza!”
Hermaður sést dreginn út úr bíl, fleygt til jarðar þar sem hann er barinn sundur og saman af blóðþyrstum palestínskum mannfjölda.
Joel Pollak frá Breitbart News lýsir hræðilegu myndbandi sem sýnir dreng þakinn blóði föður síns, hann sér bróðir sinn með stórt gat þar sem augað var áður. Á myndbandinu sést þegar hryðjuverkamaður skyggnist yfir girðinguna og kastar handsprengju inn sem springur. Líkami föðurins fellur fram. Drengur birtist, hulinn blóði föður síns og horfir á föður sinn. Hann kveinkar sér og spyr „af hverju er ég lifandi?” Hann lítur svo á bróður sinn sem er með rautt gat þar sem augað var áður. Hann spyr hvort bróðir hans sjái út með slíku auga. Hann segist ekki geta það. Hinn bróðirinn spyr aftur. Ertu að grínast? Hann endurtekur að hann getur ekki séð.
Pollak segir einnig frá því, að hann heyrði aðra blaðamenn hvísla „látum þá hætta“ þegar kynningin á voðaverkum Hamas hélt áfram.
Varnarmálaráðuneytið hélt áfram að birta kyrrmyndir sem blaðamennirnir sáu. Myndir sem sýndu höfuðlausan hermann, fleiri kulnaðar líkamsleifar, þar á meðal ungra barna, lík í sprengjuskýli og fleiri fána Íslamska ríkisins (ISIS).
Varnarmálaráðuneytið upplýsti einnig, að ófrísk kona hafði ekki aðeins verið drepin af villimönnum Hamas, heldur tóku þeir einnig ófætt barn hennar úr móðurkviðnum og skáru af því höfuðið.
— Israel Defense Forces (@IDF) October 23, 2023
Blaðamennirnir fengu áður að sjá það litla myndefni sem Ísrael leyfði blaðamönnum að deila opinberlega. Það myndefni sýnir dæmi af þeim skelfilegu stríðsglæpum sem hryðjuverkamenn Hamas hafa framið sbr. myndskeiðin hér að neðan:
The IDF just screened 43 minutes of horrors from the Hamas massacre on October 7 for foreign journalists. I was not there, my colleague @cjkeller8 was.
— Amy Spiro (@AmySpiro) October 23, 2023
Here is the one minute of footage approved for mass publication at this point, barring most of it out of respect for the dead. pic.twitter.com/UDmQSrkYBL
🚨 JUST IN: ISRAEL HOSTS FILM FOR REPORTERS ON OCT 7 HAMAS ATTACKS
The IDF hosted a meeting for over 200 international reporters where a special film produced by the IDF was presented, showing materials and documents highlighting the actions of Hamas on October 7th.
While the… pic.twitter.com/ldYC85cAuU— Mario Nawfal (@MarioNawfal) October 23, 2023
Villimennsku Hamas má draga saman með einum hryðjuverkamanni að nafni Mahmoud. Hann sást vera að monta sig af því að hafa drepið 10 saklausa Ísraela með „berum höndum” :
„Blóð þeirra er á höndum mínum, ég þarf að tala við mömmu. Þú getur verið stoltur af mér pabbi.”
One Comment on “Ísrael opinberar 43 mínútna myndskeið af hrottalegum árásum Hamas”
Stríð eru ógeðsleg , hvernig helduru að sundurtættir barnslikmar liti ut eftir sprengjuáras eða eftur 50mm byssukúlu, eru Hamas ogeðslegri afþvi þeir drepa i návígi, Hamas eru halfvitar og það eru hinir lika, en það er svona menningarlegra að blasta fólk með skriðdrekum, stríð er vibbi