Stofnar nýjan „vinstri flokk“ skynseminnar í Þýskalandi

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Refsiaðgerðir gegn Rússum, veruleikablind loftslagsstefna, vopn til að skapa frið og stjórnlaus innflytjendamál eru ekki lengur sjálfbær. „Skynsemin” verður að snúa aftur til baka í stjórnmálin, segir vinstri stjórnmálakonan Sarah Wagenknecht, sem núna stofnar nýjan stjórnmálaflokk í Þýskalandi. „Ef ekkert breytist verður ekki hægt að þekkja Þýskaland eftir tíu ár,” segir Wagenknecht. Flokkurinn ætlar að safna saman fylgi bæði frá hægri og vinstri og er ekki síst beint gegn hægri flokknum Valkosti fyrir Þýskaland segir í frétt AP.

Sarah Wagenknecht, er einn frægasti vinstri stjórnmálamaður Þýskalands. Hún hefur yfirgefið vinstriflokkinn Die Linke og stofnar sinn eigin flokk sem kallast „Bandalag Söru Wagenknecht” BSW (Bündnis Sahra Wagenknecht). Hún tekur níu aðra þingmenn með sér. Að sögn ZDF gæti þetta haft „gífurlegar afleiðingar fyrir vinstrimenn“ á þýska þinginu.

Verðum að komast burtu frá hinni blindu umhverfisvirkni

Wagenknecht er gagnrýnir m.a. refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi, stjórnlausan innflytjendaflutning og „blinda umhverfisvirkni“ annarra stjórnmálamanna. Hún telur að refsiaðgerðirnar gegn Rússum hafi einungis útilokað Þýskaland frá ódýrri orku án nokkurra valkosta. Hún segir samkvæmt AP:

„Við verðum líka að komast burt frá blindri, tilviljunarkenndri umhverfisvirkni sem gerir líf fólks enn dýrara og gagnast í raun ekki loftslaginu.”

Mál ekki leyst með hernaðarátökum

Sarah Wagenknecht vill þróa framtíðartækni í stað óskynsamlegrar loftslagsstefnu. Sömuleiðis gagnrýnir hún framgöngu þýskra stjórnvalda í Úkraínustríðinu. Að sögn Söru Wagenknecht er ekki hægt að leysa átök hernaðarlega, hvort sem um er að ræða Úkraínu, Miðausturlönd eða einhvern annan heimshluta. Flokkurinn ætlar að sækja kjósendur bæði frá vinstri og hægri og verða keppinautur Valkosts fyrir Þýskalands. Þeir sem íhuga að kjósa AfD ættu að geta kosið flokk hennar í staðinn. Hún segir:

„Við ákváðum að stofna nýjan flokk, vegna þess að við erum sannfærð um að hlutirnir geti ekki haldið áfram eins og þeir eru núna. Gera þeir það, þá munum við líklegast ekki þekkja landið okkar eftir tíu ár.”

Skynsemi og réttlæti

Slagorð nýja flokksins er „Fyrir skynsemi og réttlæti.“ Flokkurinn skrifar á vefsíðu sinni:

„Við vinnum að því, að skynsemin geti snúi aftur til baka í stjórnmálin. Þýskaland þarf öflugt nýsköpunarhagkerfi og félagslegt réttlæti, frið og sanngjörn viðskipti, virðingu fyrir einstaklingsfrelsi borgaranna og opna umræðumenningu. Við þurfum áreiðanlega stjórnmálamenn sem eru staðráðnir í að vinna eftir þessum markmiðum.”

Flokkurinn gefur kost á sér í kosningum til Evrópuþingsins næsta sumar.

Skildu eftir skilaboð