Woke-hreyfingin étur börnin sín

frettinGeir Ágústsson, WokeLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Samskipti við woke-fólkið hafa sitt afþreyingargildi en enn meiri afþreyingu má oft fá úr samskiptum woke-liða við hvern annan.

Þeir keppa sín á milli í því hver er hollasti liðsmaður seinustu þvælunnar, en fylgjast líka vel með því hvort einhver misstígi sig ekki: Flaggi ekki nýjasta fánanum. Taki ekki undir nýjustu líffræðina. Sé ekki nógu hræddur við manngerða hamfarahlýnun. Sýni efasemdir gagnvart framleiðslu á grófu klámi fyrir lítil börn.

Og eitt nýjasta dæmið: Karlmaður sem þráir ekkert heitar en ást woke-liða gerði óvart eitthvað sem treður á tær róttæku femínistanna að baki kvennaskrópdeginum á morgun.

Allur þessi söguþráður rataði auðvitað í fjölmiðla en megnið af atgangi woke-liða hvern á annan gerir það ekki. Ég sé honum deilt hér og þar í minni hópum. En skemmtanagildið er það sama, hvort sem blaðamenn taka eftir eða ekki.

Það er greinilega erfitt að vera raunverulega sanntrúaður í þessum trúarbrögðum og ótrúlegt að menn nenni ennþá að reyna, en takk fyrir afþreyinguna!

Skildu eftir skilaboð