Orðsending til félagsmanna Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, BKNE, birtist á fb-síðu þeirra nú fyrir stundu.
Bandalagið tilkynnir þar um ólöglegt formannskjör vegna mistaka í fundarstjórn á aðalfundinum 5. október s.l. er formannskosningin ógild. Því verður ekki af formannsskiptum í deildinni.
Í samtali við Fréttina segir Helga Dögg Sverrisdóttir formaður deildarinnar, málið afskaplega leitt en ekki sé hægt að horfa fram hjá mistökunum. Hún segir jafnframt ekki geta ímyndað sér að nokkur vilji taka við formannsembættinu á ólöglegan hátt. Lög eru lög og eftir þeim ber að fara rétt eins og kennarar ætlast til að farið sé eftir kjarasamningi.
Aðspurð segir hún að nokkrir aðilar hafi haft samband við sig eftir blaðaumfjöllun um aðalfund BKNE og kosninguna. Þeir bentu á annmarkana og að formannskjörið væri ólöglegt.
,,þegar svo margar ábendingar koma úr ólíkum áttum þá er eitthvað að og því ákvað ég sem formaður BKNE að láta kanna málið hjá lögmanni.,“ segir Helga Dögg.
Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari skoðaði málið og ágallar leiddu í ljós að kosning kosning nýs formanns BKNE á fundinum 5. október sl. hafi verið ógild.
Helga Dögg segir nauðsynlegt að læra af þessum mistökum og þau sýni hve mikilvægt það er að menn kunni fundarsköp. Á fundinum var fundavant fólk en fyrir utan stjórn BKNE var formaður Félags grunnskólakennara, stjórnarmaður í Fg og vanur fundarstjóri. En því miður, enginn svo fróður að hann greip inn í atburðarásina, því fór sem fór.
Ekki náðist í Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri við gerð fréttarinnar, en hún fagnaði ólöglega formannskjörinu stuttu eftir kosninguna á vefsíðunni Kaffið.is, þar sem hún sagði:
„Þau gleðilegu tíðindi bárust hins vegar í gær að formannskipti hafa orðið hjá félaginu. Á þingi kennaranna var samþykkt lagabreyting sem fólst í því að framvegis skuli kjósa formann til eins árs í senn og tók breytingin gildi strax á þinginu. Þessi lagabreyting þýddi að hægt var að skipta um formann tafarlaust, var það gert og nýr formaður nú þegar tekin til starfa.“
Hér má lesa innleggið á síðu BKNE: