„Allah er mikill” – Gyðingaveiðar í Rússlandi

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Á sunnudagskvöld ók mikill mannfjöldi um í leit að gyðingum í múslimska undirlýðveldinu Dagestan í Rússlandi. Í myndskeiðum sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má sjá mannfjöldann hrópa „Allahu akbar“ – Guð er mikill – og ráðast inn á flugvallarsvæði og rannsaka farþega í leit að Ísraelum/gyðingum.

AP fréttastofan greinir frá því, að mörg hundruð manns hafi elt uppi farþega í flugi frá ísraelsku borginni Tel Aviv til Makhachkala flugvallarins í Dagestan. Rússnesk flugmálayfirvöld lokuðu flugvellinum skömmu eftir árásina. Hér að neðan má sjá 9 myndbönd frá atburðinum:

Skildu eftir skilaboð