Bjarni segir að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst – sagði Katrín ósatt við RÚV?

frettinInnlent1 Comment

Brestir í ríkisstjórnarsamstarfinu virðast nú farnir að kveða á sér á ný, eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundaði á aukafundi um ástandið á Gaza í morgun um málefnin fyrir botni Miðjarðarhafs.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherja var viðstaddur fundinn og segir hann að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst um það með hvaða hætti atkvæði yrðu greidd, og stangast orð hans því á við fullyrðingu forsætisráðherra í fréttum RÚV í gær.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið haft samráð við hana um hjásetu í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna varðandi ástandið á Gaza.

Bjarni Benediktsson, segist hinsvegar vera að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar og segir orðrétt:

„Í fyrsta lagi þá tel ég að við höfum verið að framfylgja þeirri stefnu sem að við höfum verið sammála um og ég sé ekki að það sé neinn áherslumunur í sjálfu sér á þeim skilaboðum sem við stöndum saman um í þessari ríkisstjórn að senda út frá okkur. Forsætisráðuneytið var upplýst um það með hvaða hætti atkvæði yrðu greidd við þessa atkvæðagreiðslu og eins líka hafði forsætisráðuneytið fengið send drög að ræðu sem til stóð að flytja.“

Þannig að vissi forsætisráðuneytið að þið mynduð sitja hjá?

„Já, það hafði verið upplýst um það.“

Þú sagðir að það væri ekki áherslumunur en nóg til að þingflokkur Vinstri grænna ályktar og leggst gegn þessu.

„Já, þau verða auðvitað að svara fyrir það nákvæmlega með hvaða rökum það er.“

One Comment on “Bjarni segir að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst – sagði Katrín ósatt við RÚV?”

  1. Mér finnst það skipta minna máli hvernig forsætisráðherrann fékk vitneskju af þessari kostningu, það sem skiptir meira máli er afstaða Íslands í þessari kostningu!

    Ísland er EKKI með sjáfstæða utanríkistefnu, BNA ráða yfir afstöðu landsins í einu og öllu og þessir fávitar sem sitja niður á alþingi munu aldrei fara gegn átrúnaðargoðunum í Washington.

    Á þrem vikum hafa fallið fleiri óbreyttir borgara í þessu átökum á Gasa enn í stríðinu í Úkraínu!
    Þarna verður aldrei beitt viðskiptaþvíngunum, það er bara gert gagnvart Rússlandi, Norður kóreu og sennilega Kína.

    Íslendinga er fávitar þegar það kemur að þessum málum, það sést á öllum súrefnisþjófunum sem gaspra á kommentakerfunum þegar kemur að þessu proxi-stríði kanans þarna austur í Úkraínu.
    Íslendingar eiga sennilega heimsmetið í rússafóbíu miðað við höfðatölu.

Skildu eftir skilaboð