Heimildin í taprekstri herjar á Morgunblaðið

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson2 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Heimildin var stofnuð sl. áramót með sameiningu Stundarinnar og Kjarnans sem höfðu ratað á glæpastigu með RÚV í byrlunar- og símastuldsmálinu. Fjórir blaðamenn Heimildarinnar eru sakborningar. Rekstur Heimildarinnar er í ógöngum. Í gær opnaði Heimildin víglínu gagnvart Árvakri/Morgunblaðinu. En það er einmitt dótturfélag Árvakurs, Landsprent, sem prentar Heimildina.

Árásin á Morgunblaðið var útvistuð til annars fjölmiðils. Til verksins var fenginn blaðamaðurinn Kristinn Haukur Guðnason. Í vor var Kristinn Haukur blaðamaður á Vísi.is og skrifaði tvær fréttir fyrir Þórð Snæ ritstjóra Heimildarinnar um Samherjamálið. Tilfallandi tók fréttirnar fyrir í bloggi.

Kristinn Haukur er kominn á DV en áfram í þjónustu Þórður Snæs og Heimildarinnar. Síðdegis í gær birti Kristinn Haukur frétt með þessari fyrirsögn:

Aðalsteinn stefnir Páli og Árvakri – Prófmál um hvort Árvakur beri ábyrgð á Moggablogginu

Skrítið, hugsaði tilfallandi með sér. Aðalsteinn stefndi bloggara í vor og það er ekkert að gerast í málinu. Réttarhald er ekki komið á dagskrá. Hvers vegna eru Heimildarmenn að setja það á flot núna að ásamt tilfallandi Páli er Árvakri stefnt? Í fréttinni á DV kemur fram að Árvakri er aðeins stefnt til málamynda. Engar kröfur eru gerður á hendur Árvakri. Fréttin er tittlingaskítur, ekkert nýtt er í henni. Samt er komið á framfæri þeirri hugsun að Árvakur gæti verið í ábyrgð með tilfallandi fyrir það eitt að halda á lífi frjálsi umræðu sem óháð er fjölmiðlum. Moggabloggið er opinn vettvangur fyrir alla til að tjá skoðun sína á hverju sem er milli himins og jarðar.

En þá rifjaðist upp að Heimildin er rekin með bullandi tapi. Á síðasta ári var tap miðlanna að baki útgáfunni 50 milljónir kr. Í ár kemst Heimildin hvorki lönd né strönd í markaðssókn með fjóra sakborninga á ritstjórn og trúverðugleika í ruslflokki.

Samkvæmt Gallup er meðaltal innlita á heimildin.is ríflega 20 þús. á viku. Til samanburðar eru innlit á Tilfallandi athugasemdir 13 þús. á viku. Tilfallandi er einyrki sem bloggar í tómstundum og birtir einu sinni á dag. Heimildin er með 15-20 manna ritstjórn.

Heimildin kemur einnig út á prenti og þar er komin líklegasta skýringin á fréttinni í DV sem spyrðir saman tilfallandi og Árvakur. Heimildin er komin í stóra skuld við Landsprent, dótturfélag Árvakurs, og vill beita fjölmiðlaumræðu fyrir vagn sinn í fyrirsjáanlegu uppgjöri. Hugmyndin hjá liðinu í kringum Heimildina er að gera sig að fórnarlambi, láta í það skína að samsæri sé um að knésetja útgáfuna.

Sannleikurinn er sá að Heimildin er ótrúverðugur fjölmiðill sem ítrekað hefur verið staðinn að því að skálda fréttir, misfara með heimildir og segja hvítt svart. Almenningur hefur einfaldlega ekki áhuga á að láta ljúga að sér.

Svo er það auðvitað byrlunar- og símastuldsmálið, sem er í lögreglurannsókn. Heimildarmenn eru ekki beinlínis fermingadrengir í ljótasta máli íslenskrar fjölmiðlasögu. Blaðamenn gerðust hjónadjöflar, misnotuðu andlega veika konu til byrla eiginmanni sinum og stela síma hans. Heiðarlegt fólk heldur sig frá Heimildinni.

2 Comments on “Heimildin í taprekstri herjar á Morgunblaðið”

 1. Já, Stundin/Heimildin skálda upp fréttir og neita að leiðrétta þegar bent er á ósannindin. Þetta er slúðurmiðill af verstu svort en fær blessun Fjölmiðlanefndar til að níða einstaklinga.

 2. „Heimildin í taprekstri herjar á Morgunblaðið“

  Þetta er nú með fyndnari fyrirsögnum sem ég hef heyrt 🙂
  Ég veit ekki betur að Morgunblaðið eigi íslandsmet í taprekstri!

  Það er nú augljóst að báðir þessir áróðusdreifarar eru ofarlega á lista þega kemur að styrkjum úr ríkissjóði!
  https://www.visir.is/g/20232484583d/syn-og-ar-vakur-hljota-mest

  Ég sé að hvorki að Fréttin né Útvarp Saga fái aðgang að ríkisstyrkjum?

Skildu eftir skilaboð