Um 75% fólks með kynama glímir við andleg veikindi

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, TransmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Í norskum fræðsluþætti kemur fram að á árunum 2011-2012 jukust beiðnir um ,,kynskipti“ gífurlega, ekki bara í Noregi heldur um allan heim. Engin lát á aukningunni. Samfélagsmiðlar eiga þar ríkan þátt. Börnin finna upplýsingar þar. Eins og allir vita er það efni misgott og áreiðanlegt.

Margir halda fram hér á landi að samfélagsmiðlar hafi áhrif á börn þegar klám er annars vegar, á ekki það sama við um trans hugmyndafræðina. Í mínum augum er enginn munur þar þá.

Menn taka eftir gífurlegri aukning meðal unglingsstúlkna. Langt frá því að vera eðlilegt. Enginn veit ástæðuna, meiri umræða, betri meðhöndlun en umfram allt spila samfélagsmiðlarnir stórt hlutverk. Nú geta unglingstúlkur sem hafa látið fjarlægja brjóstin fagnað á samfélagsmiðlum til að sýna öðrum hve frábært þetta er.

Um 75% þeirra sem óska eftir breytingum glíma við andleg veikindi

Víða um heim er bent á að þeir sem óska ,,kynskipta“ eiga við önnur andleg vandamál að stríða. Yfirlæknir á norsku sjúkrahúsi segir að um 75% þeirra sem óska eftir breytingum glíma við andleg veikindi. Í því samhengi nefndir læknirinn mikinn kvíða, þunglyndi og aðra sálræna kvilla. Eftirtektarvert þegar hún segir að stór hópur glími við einhverfu og þeir merki verulega aukningu úr þeim hópi barna.

Um þriðjungur þeirra sem óska meðhöndlunar fá ekki tilboð um meðferð. Það tekur um ár frá fyrsta viðtali þar til tilboð um meðferð verður að veruleika. Oft jafna unglingar sig á þessu þannig að biðtíminn er þeim í hag.

Óviðunandi að trans-samtök gangi fram með þessum hætti

Stórmerkilegt að hlusta á fullorðið fólk, aðgerðasinna, snupra heilbrigðisstarfsmenn fyrir að fara varlega þegar börn eru annars vegar og saka það um að mismuna fólki. Það er verið að tala um unglinga sem verða fyrir áhrifum samfélagsmiðla og vina. Kannski eru þeir samkynhneigðir án þess að átta sig á því. Það er óviðunandi að trans-samtök gangi fram með þessum hætti. Má vissulega spyrja um tilganginn. Hafi einhver börn séð að sér ættu menn að fagna að þau fengu tíma til þess.

Læknirinn efast um að þessar upphrópanir hagsmunasamtaka gildi fyrir fjöldan. Þau upplifa ekki að fólk sem kemur til þeirra líði eins og trans samtökin lýsa.

Umræddur læknir sviptur lækningaleyfinu fyrir að gelda börn og gefa þeim hormónalyf

Norski læknirinn Benested lýsir þessu eins og að fara út í búð og kaupa sér kynvitund. Umræddur læknir var sviptur lækningaleyfinu því hann gelti börn og gaf þeim hormónalyf eftir aðeins eitt viðtal. Lærlingar hans feta í sömu fótspor og líta á hann sem ,,gúrú.“ Þetta sama fólk segir að það séu nánast engar aukaverkanir af lyfjagjöf, í það minnsta ekki svo miklar að barn þurfi að vita um þær.  Hér eru börn blekkt svo um munar, afleiðingar lyfjagjafar eru skelfilegar, gelding, beinþynning, truflun á heilavexti o.s.frv.

Framhald í næsta bloggi…

Skildu eftir skilaboð