Þröstur Jónsson skrifar:
Í síðustu grein minni fjallaði ég um áhrif CO2 á lífríki jarðar og hvernig magn þess í lofthjúpnum stefndi að hungur mörkum plantna rétt fyrir iðnbyltingu. Þá hófst losun manna sem hefur ef til vill bjargað skelfilegum afleiðingum of lítils CO2.
Nú þegar fjöldi íslenskra embættismanna flýgur senn á loftslagsráðstefnu í Dubai er ekki úr vegi að skoða aðeins hversu mikil áhrif CO2 eru til hlýnunar jarðar.
Enginn ágreiningur um eftirfarandi niðurstöðu
Loftslagsvísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, og báðir aðilar eru sammála, að áhrif aukins CO2 til hlýnunar jarðar minnki verulega (logaritmískt) með auknum styrk CO2. Þetta er ein ástæða þess að enginn hamfara-hiti var á jörðinni þegar styrkur CO2 var margfalt meiri en nú er. Þessi óþægilega en mikilvæga staðreynd er mjög vel falin og er sjaldan nefnd, því hún grefur undan kenningunni um skelfilegar loftslagsbreytingar í framtíðinni.
Gróðurhúsaáhrif eru fólgin í því að nokkrar lofttegundir valda því að geislun frá sólu sem endurkastast út í geim minnkar. Það verður því meir varmi eftir á jörðinni við hvern sólargeisla sem kemur en ella. Myndin hér að neðan (blái ferillinn) sýnir hvernig dregur úr minnkun útgeislunar út í geim (lóðrétti ásinn) með auknu CO2 (lárétti ásinn). Við núverandi gildi CO2 (uþb. 420ppm) er ferillinn orðinn nánast flatur sem þýðir að aukið CO2 þaðan í frá hefur hverfandi áhrif á gróðurhúsaáhrif og þar með á hlýnun loftslags.
Nánari lýsing
Fyrir áhugasama er hér nánari lýsing á myndinni að ofan [Dr. William Happer]:
„Blái ferillinn sýnir hvernig flæði varmageislunar Z(C) frá jörðu út í geim breytist með styrk C koltvísýrings (CO2) í andrúmsloftinu. Þetta dæmi er fyrir tempraða breiddargráðu að sumri. C er mælt í hlutum á milljón (ppm) allra sameinda í andrúmsloftinu. Við núverandi gildi CO2 styrksins, um C = 400
ppm, er flæðið Z(400 ppm) = 277 Wött á fermetra (W/m2). Ef hægt væri að fjarlægja allt CO2 úr andrúmslofti jarðar, þannig að C = 0, en engar breytingar gerðar á styrk annarra gróðurhúsalofttegunda (vatnsgufa, óson, metan og nituroxíð) og engin breyting gerð á hitastigi andrúmsloftsins, þá væri flæðið, Z(0 ppm) = 307 vött (W/m2) sem er sýnt með bláa punktinum á lóðrétta ás línuritsins. Með því að bæta gróðurhúsalofttegundinni CO2 við dregur úr flæðinu út í geiminn (gróðurhúsaáhrif), mjög hratt í fyrstu eins og sjá má af bláa ferlinum næst lóðrétta ásnum. En eftir því sem meira CO2 er bætt við minnka gróðurhúsaáhrif aukningarinnar mjög hratt (logaritmískt). Blái ferillinn er nánast flatur fyrir núverandi styrk CO2, þannig að gróðurhúsaáhrifin eru mjög ónæm fyrir breytingum á styrk CO2 héðan af. Því má segja að orðin sé mettun gróðurhúsaáhrifa af völdum CO2 eins og staðan er í dag.
Lóðréttu rauðu strikin sýna minnkun flæðis út í geiminn sem stafar af hækkun CO2 styrksins C í 50 ppm þrepum. Hækkunin er svo lítil að það þarf að margfalda hana með stuðlinum 100 til að hún sjást vel á línuritinu. Að undan teknum styrk C sem er nærri núll á lárétta ásnum, dregur hver tvöföldun á styrk CO2 úr geislun út í geiminn um 3 W. Til dæmis sýnir fyrsta rauða súlan að aukin C úr 50 ppm í
22 100 ppm dregur úr geislun út í geiminn um 300/100 W /m = 3 W/m .“
Næsta grein
Í næstu grein minni mun ég fjalla um hvernig styrkur CO2 varð hættulega lár í undangengnum 4 jökulskeiðum jarðar og hvað sú jarðsaga ætti a segja okkur.
Höfundur er MSc. í rafmagnsverkfræði og starfar við þróun tæknilausna til að bæta loftgæði innanhúss.