Er magn CO2 í lofthjúpnum komið að hættulegum neðri mörkum?

frettinInnlent, Loftslagsmál, Þröstur Jónsson4 Comments

Grein 2 af 26

Inngangur

inngangsgrein minni í síðustu viku fjallaði ég stuttlega um samsetning lofthjúpsins og þá furðulegu vegferð Sameinuðu þjóðanna að eigna sér vísindin og semja við Google um deilingu „réttra upplýsinga„ þ.e. þeirra eigin upplýsinga.

Þróun styrks CO2

Ein megin mistök þeirra sem telja að í hamfarahlýnun stefni er að skoða gögn allt of stutt aftur í tímann, gjarnan ekki nema 50-200 ár eða frá upphafi iðnbyltingar. Á tímaskala loftslags er slíkt bara eins og sekúnda í okkar lífi, ef ekki minna. Nauðsynlegt er að skoða gögn mun lengra aftur í tímann, tugi þúsunda ára og helst milljóna ára. Hér að neðan gefur að líta þróun styrkleika CO2 í andrúmslofti síðustu 140 milljón árin.

Á því tímabili hefur styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum lækkað jafnt og þétt niður í um það bil 300 ppm fyrir ofan 150 ppm „línunni dauðans“ þar sem plöntur geta ekki lengur lifað af. Bæði skammtíma gögn frá ískjörnum og gögn til miklu lengri tíma sem ná allt aftur um 140 milljón ár sýna mikla lækkun styrkleika CO2 sem stefnir að hungurmörkum plantna.

Losun CO2 með notkun jarðefnaeldsneytis hefur gert mannkyni kleift að auka styrk þessarar gagnlegu sameindar og ef til vill afstýra raunverulegu CO2-tengdu stórslysi.

Plöntur elska CO2

Ljóstillífun plantna byggir algjörlega á tilvist CO2 sem umlykur þær. Því meira því meiri verður ljóstillífunin sem orsaka tvennt:

1. Meiri lífmassi.

2. Aukin kolefnisbinding og aukin framleiðsla súrefnis (O2)

Það er reyndar mjög misjafnt eftir plöntutegundum hversu mikil áhrif aukið CO2 hefur á ljóstillífun þeirra. Fyrir áhugasama er gaman að skoða þessar niðurstöður rannsókna sem sýna næmni mjög margra tegunda plantna sem við þekkjum. Fræðandi myndskeið má finna um þetta hér.

Tökum dæmi eina mest ræktuðu
korntegund heims hveiti:
Samkvæmt
490 rannsóknum eykst
lífmassinn um 38,5% við að auka CO
2 um 300 ppm en 63,3% við að auka styrk um CO2 600 ppm. Samkvæmt 92 rannsóknum eykst einnig ljóstillífun hveitis og þar með kolefnisbinding um 68% við styrk aukningu CO2 upp á 300 ppm

Algeng trjátegund á Íslandi; fura eykur lífmassa sinn allt að 200% við 300 ppm aukningu, háð afbrigði furu.

Takið eftir að með slíkri aukningu erum við enn að tala um lítið magn CO2 eða allt að 700 til 1000 ppm

Ég held að korn- og skógarbændum þætti þetta ekki ónýtt og gæti sparað þeim fyrr nefndu mikil áburðarkaup, sem væri ákaflega umhverfisvænt.

Gróðurþekja jarðar

Gervitunglamyndir NASA sýna að jörðin okkar hefur grænkað mikið síðan að CO2 fór að aukast í upphafi iðnbyltingar, NASA viðurkennir þessa staðreynd. Það kemur kannski mörgum á óvart hér að gróðurþekja regnskóga hefur aukist síðan 1982 skv. rannsóknum NASA fyrir tilverknað aukins CO2 frá okkur mönnunum. Rauðu svæðin eru fyrst og fremst komin til vegna skógarhöggs og annars ágangs manna en ná engan vegin að vega á móti aukningu í gróðurmassa af völdum aukins CO2.

Á 33 árum frá 1982 til 2015 höfðu plöntur á heimsvísu bætt við nægri blaðþekju til að ná yfir svæði sem er um það bil tvöfalt stærra en meginland Bandaríkjanna.

Niðurlag

Það er því ljóst að fyrir lífið á jörðinni er aukning CO2 af hinu góða og leggur verulega til síaukinnar fæðuþarfar mannkyns, auk þess draga úr notkun tilbúins áburðar.

En hvað er þá svona hræðilegt við þetta snefilefni lofthjúpsins okkar? Jú eins og flestir vita er kenningin sú að aukið magn CO2 valdi of mikilli hlýnun. En er það rétt kenning?

Næsta grein

Í næst grein minni verður fjallað um hvernig gróðurhúsaáhrif CO2 minnka með aukningu styrkleika þess og aukning frá því sem nú er mun nánast valda engri hlýnun. Því má leiða líkur að því að jafnvel ef satt væri að hitastig hafi hækkað vegna aukins CO2 þá muni þau áhrif nær hverfa með enn frekari aukningu í lofthjúpnum CO2 okkar.

Höfundur er MSc. í rafmagnsverkfræði og starfar við þróun tæknilausna til að bæta loftgæði innanhúss

4 Comments on “Er magn CO2 í lofthjúpnum komið að hættulegum neðri mörkum?”

  1. Góð, skýr og þörf grein á íslensku tungumáli um loftlagsmálin.

    Það sem við er að etja í loftlagsmálum er fyrst of fremst múgsefjunar eiginleikinn í okkur mannana börnum. Það sama og gerðist í kring um Covid-19 sprautu geðveikina.

  2. Jæja Sæll OK þig vantar eina ofur einfalda staðreynd um CO2 og Plöntur. Sem garðyrkju maður og Gróðurhúsa yrki þá hreinlega þarf ég að nefa eina staðreynd sem þú misferð með og hún er þessi. Þeimur meira Co2 þeimur betra, Það er bara als ekki þannig farið heldur Haldast Co2 og Umhverfis hita í hendur. Þeimur meiri sem hitinn er þeimur meira af Co2 getur plantan tekið upp og notað !!. Þetta er vel vitað í heimi Ræktunnar enda þíðir ekki að Bæta við Nanó grammi af Co2 í gróður hús nema Hitinn sé milli 35-45 Gráður á celsíus. Sem segir okkur það þeimur heitara sem það er í heiminum þeimur meira og stærru/ Umfangsmeiri verða plönturanr því þær ná að nýta sér Meira Magn Co2. Sem er megin ást´ða þess að á Júra tímabilinu þá var margfallt Heitara á plánetunni og þar af leiðandi meira Co2 Þetta Helst í handur. Hitinn hækkar sem gerir plöntunnum Kleift að take upp meira co2 sem aftur leiðir af sér Þiðnun Sífrera sem losar Metan og Co2 sem aftur tryggir plöntum meiri fæðu/getu til ljóstil-lífunnar. Sem sagt hiti undir 35-32c þá geta plöntur ekki nýtt sér meira Co2 nema sem nemur 300-450ppm.
    Vildi bara Bæta þessum mikilvægu upplísingum enda skiptir þær máli. Fyrir utann það þá Ertu alveg með þetta.

  3. Heiðar Pall Atlason,
    Athygli vert innslag. Ég veit ekki hvort þú last greinina og heimildirnar sem á bak við eru. En þær rannsóknir sem vitnað er í eru gerðar við fast hitastig.
    Það er hins vegar rétt hjá þér að þegar CO2 fer yfir ákveðin mörk við fast hitastig þá dregur hratt úr upptökunni nema hitastig sé hækkað.
    En hér er einn heimildin sem ég vitna í þar sem má sjá aukinn vöxt mjög margra plantna við að auka CO2 um 300 ppm. En eins og sjá má þá dregur síðan úr vextinum fyrir flestar plöntur við að fara upp um 600 ppm og enn meir við að fara upp um 900 ppm … allt við fast hitastig.
    http://www.co2science.org/data/plant_growth/dry/dry_subject_p.php

    En þið í gróðurhúsunum eruð oftast að lyfta CO2 styrk upp um 1000 ppm eða meira. Til að það virki þarf að auka hitastigið eins og þú réttilega bendir á. Það er aukning sem við munum sennilega aldrei sjá í andrúmslofti af manna völdum.
    https://www.co2meter.com/blogs/news/41003521-co2-calculator-for-grow-room-or-indoor-greenhouse#:~:text=CO2%20Calculation%20Tips&text=Experts%20disagree%20about%20the%20optimum,ppm%20will%20reduce%20plant%20growth.

Skildu eftir skilaboð