Aulaháttur, gunguskapur og virðingaleysi

frettinErlent, Innlent, Jón Magnússon2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Í gær sýndu flestar vestrænar þjóðir af sér fádæma gunguskap, þegar þau lýstu yfir stuðningi við tillögu múslimsks einræðisríkis, um skilyrðislaust vopnahlé á Gasa, án nokkurra skilyrða á hendur hryðjuverkasamtökum Hamas þó ekki væri nema að frelsa þá gísla sem hryðjuverkasamtökin hafa enn í haldi. 

Bandaríkjamenn stóðu vaktina einir vestrænna þjóða og neituðu að sýna af sér gunguskap og aulahátt eins og Norðurlöndin gerðu og forsætisráðherra Íslands hrósaði sér af. 

Meðan Katrín Jakobsdóttir var upptekin við hópeflisályktun Norðurlanda,  var Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, sendur í hennar stað til að flytja ávarp um mannréttindasamþykkt SÞ, það merka plagg, sem múslimaríkin neituðu að undirrita.

Það var því í anda þeirra mannréttindasnauðu ríkja, að hópur aðdáenda Hamas á Íslandi skyldu telja það sér til sóma að ráðast gegn tjáningarfrelsinu einum af hornsteinum mannréttinda og ráðast að utanríkisráðherra og vega að tjáningarfrelsinu. 

En aulaháttur og gunguskapur íslenskra stjórnvalda ríður ekki við einteiming. Í leiðara Morgunblaðsins í dag er á það bent, að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ítrekað sent fjárstuðning til stjórnvalda í  Gasa frá því í nóvember áður en hryðjuverka árás Hamas á Ísrael var gerð en líka eftir það, bæði áður en aðgerðir Ísrael hófust og eftir það. Engin skilyrði eru sett fyrir fjárstuðningi íslenskra skattborgara til hryðjuverkasamtaka Hamas.

Í leiðaranum segir einnig að utanríkisráðherra hafi játað að hann hafi enga hugmynd um eða eftirlit með því hvað verður af þessum fjármunum íslenskra skattgreiðenda. 

Þetta er óboðleg umsýsla með hagsmuni skattgreiðenda. Það eru sendir fjármunir ítrekað til hryðjuverkasamtakanna Hamas jafnvel eftir að þau frömdu svívirðilegt hryðjuverk í Ísrael. Þetta gerir þá kröfu, að upplýst verði um allar fjárveitingar utanríkisráðuneytisins og hvenær fjárstuðningur til Hamas samtakanna hófst og með hvaða hætti hann er og hvaða trygging sé fyrir því að peningar íslenskra skattgreiðenda séu ekki notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. 

Helstu forustumenn Sjálfstæðisflokksins formaður, varaformaður flokksins og orkumálaráðherra sem hafa gegnt störfum utanríkisráðherra undanfarin ár þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins er að fara vel með skattfé. Hvernig rímar það við stuðning við hryðjuverkasamtök jafnvel eftir að þau fremja svívirðilegt ódæði? 

2 Comments on “Aulaháttur, gunguskapur og virðingaleysi”

  1. Jón Magnússon, þú sannar það fyrir okkur öllum að þú ert fylgjandi stríðsglæpum og alheims-einræði stjórnvalda í Washington!

    Það er greinilegt að það er ekkert mál fyir þig að fórna þúsundum saklausra borgara aðeins til að þjóna átrúnaðargoðunum þínum fyrir vestan álinn. Ég hef nú oft haldið því fram að þegar fólk fær full réttindi sem lögmenn sturti samviskunni í klósettið, það á hressilega vel við þig!

    Þetta stríð á Gasa snýst EKKI um Hamas, það snýst meira um að þessi tvö ríki standi jafnfætis í alþóðasamfélaginu
    það þarf tafarlaust vopnahlé og koma báðum aðilum að samningaborðinu.

    Það þjónar engum tilgangi að setja sig í fylkingar og styðja við stríðsglæpi annar hvors aðilans, það skilar engum árangri
    það þarf að koma báðum aðilum að samningaborðinu og Bandaríkjastjórn á ALDREI að hafa puttana í því enda eru þeir með meistaragráðu í að sundra heilu samfélögunum.

    Jón Magnússon SKAMMASTU ÞÍN!!!

  2. Hamas eru ekki hryðjuverkasamtõk! Hvenær ætlar fôlk ad fara að àtta sig à þessu?? Þetta er fólk sem elst upp við óréttlæti, 75 àra hernàm, kúgun, þjóðarmorð og viðbjóðslega framkomu af hàlfu hryðjuverkasamtaka Ísraels!

Skildu eftir skilaboð