Páll Vilhjálmsson skrifar:
Sem utanríkisráðherra fór Þórdís K. langt með að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Hún lokaði sendiráði Íslands í Moskvu vegna Úkraínustríðsins og krafðist að rússneska sendiráðið á Íslandi drægi úr starfsemi sinni. Lyklaborðspólitík af þessu tæi er vanhugsuð og þjónar ekki íslenskum hagsmunum, hvorki í bráð né lengd.
Þrýst er á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að fylgja fordæmi Þórdísar K. úr Úkraínustríðinu og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna stríðsins við Hamas hryðjuverkasamtökin, sem eiga sér marga fylgismenn hér á landi.
Hávaðahópurinn spyr: má ekki snúa Rússahatri upp í gyðingahatur?
Það þarf aðeins lyklaborð.
Örútgáfa af vanda Bjarna stendur upp á Stefán útvarpsstjóra. Stefán stóð galvaskur í stafni Rússahatursins fyrir hálfu öðru ári og krafðist slaufunar á framlagi Bjarmalands til Júróvisjón. Nú er skorað á Stebba að stökkva á vagn gyðingahatara.
Ekki þarf annað en lyklaborð.
Rússafóbían sameinaði kaldastríðshægrið og vinstrimenn. Fjöldamorð Hamas 7. október, og innrás Ísraela í Gasa í framhaldinu, klauf bandalagið. Hægrimenn flestir styðja tilvist Ísraelsríkis en vinstrimenn vilja það feigt - eins og Hamas.
Til að slá rétt á lyklaborðið þarf meira en fingur.
2 Comments on “Lyklaborðspólitík frá Þórdísi K. til Bjarna Ben”
Rússafóbía er hvergi meiri enn á Íslandi!
Páll, skilningur þinn á aðstæðum fyrir botni Miðjarðahafs er ekki mikill, Israel hefur kallað yfir sig þetta hatur með áratuga löngum kúgunum og þjóðernishreinsunum að handriti þriðja ríkis Hitlers. Uppskeran verður að svona liði eins og Hamas og öðrum öfgahópum.
Það er ekkert líkt með því sem er að gerast þarna niður á Gasa og stríðinu í Úkraínu.
This was beautiful Admin. Thank you for your reflections.