Lagt til að skerða mannréttindi á norska þinginu

frettinErlent, Mannréttindi2 Comments

Eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Noregs hefur lagt til að skerða mannréttindi í Noregi og tekur nefndin við skriflegum tillögum í samráðsgáttina um þessar mundir. Tillögurnar snúa að breytingum á stjórnarskránni um takmarkanir á mannréttindum og um frávik frá mannréttindum.

Umsagnarfresti hefur verið frestað til 1. febrúar 2024.

Eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Noregs hefur til athugunar:

  • Skjal 12:36 (2019–2020) – stjórnarskrárbreytingartillaga frá þingmönnunum Jette F. Christensen, Lene Vågslid og Martin Kolberg um um takmarkanir á mannréttindum.
  • Skjal 12:34 (2019–2020) – stjórnarskrártillaga frá þingmönnunum Solveigu Schytz, Carl-Eirik Grimstad og Trine Skei Grande um frávik frá mannréttindum.
  • Skjal 12:37 (2019–2020) – stjórnarskrártillaga frá Jette F. Christensen, Lene Vågslid og Martin Kolberg um undanþágu á stjórnarskrárákvæðum.

Frestur til að skila skriflegum umsögnum um tillögurnar er til 1. febrúar 2024 (frestað frá 1. nóvember 2023)
Tillögurnar eru settar fram á grundvelli tillagna mannréttindanefndar, samanber skjal 16 (2011–2012), skjal 12:31 (2011–2012), þáltill. 187 S (2013–2014) og Inst. 165 S (2015–2016).

Tillögur um takmarkanir á mannréttindum koma aftur fram í skjali 12:8 (2015–2016), sbr. 287 S (2018–2019).

Tillögurnar náðu ekki stjórnskipulegum meirihluta í fyrri afgreiðslu, og verður næst tekið fyrir á ný í febrúar á næsta ári.

Ekki er ljóst hvers vegna norska þingið leggur til að skerða mannréttindi, en menn hafa velt fyrir sér hvort það tengist nýjum samning við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina(WHO)varðandi gerð nýs heimsfaraldurssáttmála sem skrifað verður undir í maí á næsta ári.

Tillögur norska þingsins í heild sinni má lesa hér.

2 Comments on “Lagt til að skerða mannréttindi á norska þinginu”

Skildu eftir skilaboð