Gústaf Skúlason skrifar:
Hernaðarsagnfræðingurinn Victor Davis Hanson sagði á myndbandi í lok nóvember samkvæmt Vigilant News(sjá að neðan): „Elítan lítur á Trump sem blóðsugu og þeir settu stiku í hjarta hans en óttast að hún komi til baka út hvenær sem er.“
„Þeir eru hræddir, vegna þess að þeir halda að hann verði snjallari í þetta sinn. Hann hefur einnig fulla ástæðu til að vera reiður, vegna þess sem þeir gerðu honum.“
Hér má sjá myndskeið, þar sem Victor Davis Hanson ræðir um þessi mál:
Tucker Carlson er sammála
Hæstiréttur Colorado úrskurðaði nýlega, að nafn Donald Trumps fyrrverandi forseta mætti ekki vera á kjörseðlum ríkisins. Tók dómstóllin sem er skipaður demókratískum dómurum, upp á sitt einsdæmi að fara fram hjá öllum réttarfarsreglum varðandi Trump. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur nýverið áréttað stjórnarskrárbundna friðhelgi forsetans og Trump hefur hvorki verið ákærður né dæmdur fyrir uppreisn gegn Bandaríkjunum. Hæstiréttur Colorado ákvað hins vegar upp á sitt einsdæmi, að Trump væri brotlegur gegn þeirri grein stjórnarskrárinnar sem segir að uppreisnarmenn gegn bandaríska ríkinu geti ekki gegnt embættisstörfum.
Tucker Carlson sagði nýlega í viðtali við Dan Bongino:
„Ef þú vilt vita hvernig hlutirnir munu líta út í framtíðinni, taktu þá bara upp það sem verið hefur að gerast að undanförnu. Spurðu sjálfan þig, hvort málin gerist örar eða að það sé að hægjast á þeim? … reiknaðu það út. Í dæmi Trumps, þá byrjuðu þeir með mótmælum og fóru síðan yfir í ákærur. Núna standa þeir í málaferlum. Ekkert af því hefur virkað. Hvað kemur næst? Hvað gæti mögulega orðið næsta skref?“
Óheillavænlegt og yfirvofandi
Næsta skref virðist vera að taka nafn Trumps alfarið út af kjörseðlinum. Tucker sagði, að yfirvofandi væri eitthvað afskaplega óheillavænlegt:
„Ef þér fannst það og þú trúðir því í raun og veru – margir þeirra gera það – að það versta sem getur komið fyrir landið, nánar tiltekið fyrir þig í fagstéttinni, er að Donald Trump verði forseti. Allt það sem þú hefur reynt hefur mistekist. Þeir hafa verið að hraða skrefum: mótmælum, ákærum og málaferlum. Hvað áttu margar örvar til viðbótar í farangrinum? Hvað kemur næst? Auðvitað verður það aftaka.“
„Morð eiga sér stað um allan heim. Ég borðaði kvöldverð með fyrrverandi forseta Haítí heima hjá mér í gærkvöldi. Eftirmaður hans var myrtur í rúmi sínu í forsetahöllinni í Port Au Prince. Hann er ekki einn. Fólk er myrt. Ég meina, það hafa fleiri verið teknir af líki hér á landi en við erum tilbúin til að viðurkenna. Það gerðist í Japan.„
Hér má sjá stutt myndskeið með ummælum Tucker Carlson:
Bannað að segja sannleikann
Carlson lýsti því yfir, að það væri ekkert vitlaust að halda, að það sama gæti komið fyrir Trump. „Að sjálfsögðu er það það síðasta sem ég vil“ bætti hann við:
„Ég sagði það beint við Trump, af því að þetta er svo augljóst. Hvernig átti að vera hægt að þegja yfir því? Svo ég gerði það. Hann var alls ekki að ræða við mig um þetta mál. Ég veit ekki hvað honum finnst um það en hann er skarpur. Þannig að hann hlýtur að vita að það er satt.“
Tucker Carlson bendir á, að ástæðan fyrir því að þetta mál sé ekki mikið rætt er vegna þess, að það geymir óþægilegan sannleika fyrir valdamenn:
„Sjáðu hlutina sem ekki má tala um. Það má ekki ræða málin, vegna þess að það eru samsæriskenningar eða lygar. Þú mátt ekki ræða málin einmitt vegna þess að þau eru hvorki samsæriskenningar né lygar. Þetta er sannleikurinn.“
Sjá má viðtalið við Tucker Carlson í heild sinni á myndskeiðinu hér að neðan: