Tucker Carlson heimsótti Assange – stutt heimildamynd

frettinErlent, Innlent3 Comments

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Gústaf Adolf sagði frá því á fréttasíðu sinni hinn 3 nóvember að Tucker Carlsson hefði heimsótt Julian Assange í Belmarsh öryggisfangelsið í Bretlandi. Hann sagði frá því að Assange eigi yfir sér 175 ára fangelsisdóm verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur um að hafa aðstoðað Chelsea (áður Bradley) Manning við að komast yfir leynileg skjöl og efni er sýndi meðal annars stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Írak og nú hefur Tucker gefið út stutta heimildarmynd um heimsóknina. Fyrri hluta hennar má sjá hér en seinni hlutann, þar sem sjá hann ræða við Stellu Assange í rútu á leið í fangelsið og frá því, með að gerast áskrifandi að Tucker Carlson Network (6 USD á mánuði).

Tucker er þeirrar skoðunar að Assange sé einn merkasti fréttamaður okkar tíma og að meðferðin á honum sé svívirðileg; honum sé haldið innilokuðum án þess að hann hafi verið fundinn sekur um neinn glæp og nú séu liðin ein 13 ár. Hann fékk að ræða við Assange í klukkutíma og segir hann fölan, með skegg og sítt hár (líkt og á síðustu myndum af honum) en í betra líkamlegu ástandi en hann hafi búist við og skarpan andlega. Er Tucker spurði hann hvort hann hefði vitað hve valdamikil Hillary Clinton væri er hann lét birta tölvupósta hennar er sýndu að skemmt hefði verið fyrir framboði Bernie Sanders þá svaraði hann því til að það hefði verið þess virði.Tucker spurði hann hvað hann teldi að málið snerist um og Assange svaraði að hann hefði fyrst orðið frægur þegar Wikileaks birti skjöl og myndbönd frá stríðunum í Írak og Afganistan sem Bandaríkjastjórn hafði haldið leyndum vegna þess að þau kæmu sér illa fyrir Pentagon en að hann hafi farið yfir mörkin þegar Wikileaks birti upplýsingar um eftirlitsiðnað CIA, 2017.

Þær upplýsingar munu hafa gert þáverandi yfirmann CIA, Mike Pompeo, svo reiðan að hann ræddi um að ræna honum úr sendiráði Ekvador eða láta eitra fyrir honum og vill Tucker meina að Pompeo ætti fremur að vera bak við lás og slá. Í einangrun í Belmarsh fangelsi er Assage alténd á öruggum stað því það er heilmikið fyrirtæki að komast þar inn. CIA er alræmt fyrir njósnir. Fjórir fréttamenn og lögfræðingar hafa stefnt CIA fyrir að hafa njósnað um sig (hlaðið niður gögnum úr símum þeirra) er þeir heimsóttu Assange í sendiráð Equador. Það mál er enn í gangi því John Koeltl dómari við svæðisdómstól Manhattan hafnaði nýverið kröfu CIA um að fella málið niður.

Það er margt undarlegt við meðferðina á Assange. Margir telja framsalskröfu Svía (sem olli því að hann flúði í sendiráð Ekvador) runna undan rifjum leyniþjónustu Breta. Ólíklegt er að nokkur annar maður hafi fengið á sig framsalskröfu fyrir að svíkjast um að nota smokk. Það var ekki fyrr en í lok árs 2019 sem saksóknaraembætti Svía gafst upp á málinu eftir að dómstóll í Uppsölum hafði sagt stopp. Er Assange var vísað út úr sendiráði Ekvador 2017 beið hans 50 vikna fangavist fyrir að hafa brotið farbann en honum er enn haldið innilokuðum án dóms - í limbói - án lögformlegrar meðferðar. Bresk lög gilda hreint ekki um alla.

3 Comments on “Tucker Carlson heimsótti Assange – stutt heimildamynd”

  1. Thanks I have just been looking for information about this subject for a long time and yours is the best Ive discovered till now However what in regards to the bottom line Are you certain in regards to the supply

  2. Thank you I have just been searching for information approximately this topic for a while and yours is the best I have found out so far However what in regards to the bottom line Are you certain concerning the supply

Skildu eftir skilaboð