Áramótaspá: Fréttin.is 2024

frettinInnlentLeave a Comment

Völvan kom í heimsókn á gamlársdag og spáði fyrir árið 2024.

Ýmislegt áhugavert kom fram í spilunum, t.d. hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og þjóðþekkts Íslendings úr skemmtanabransanum. Andleg vakning verður á meðal þjóðarinnar, fólk fer að hugsa meira inn á við. Tíðnin mun hækka og fólk mun byrja að framkvæma hluti sem hefur verið látið sitja á hakanum.

Ríkisstjórnin fellur með haustinu og verður þá boðað til kosninga. Guðni Th. Jóhannesson mun ekki gefa kost á sér aftur og nýr forseti mun taka við í sumar.

Iceguys ná vinsældum en einn úr hópnum hættir og snýr sér að öðrum verkefnum.

Veðrið og náttúruhamfarir

Við erum að fara inn í tveggja ára virkt tímabil á allri jörðinni og mikil virkni í jarðlögunum, það verða fleiri gos á Reykjanesinu en Völvan sér ekki að gosið fari yfir Grindavík að öllu leiti en gæti farið yfir hluta Grindavíkur og fleiri sprungur munu opnast. Völvan sér gos koma nær Reykjanesbrautinni og gæti farið yfir að hluta og um tíma verður ekki hægt að keyra Reykjanesbrautina eða henni lokað af öryggisástæðum. Þá verði sjóleiðin nýtt meira. Völvan sér mjög stórt gos á Austurlandi sem verður mun stærra en gosin á Reykjanesi. Völvan sér hins vegar áframhaldandi virkni á Reykjanesinu og mun það færast nær byggð og gæti Vallarhverfið í Hafnarfirði verið í hættu, það gætu verið 3-4 ár í það. Völvan sér einnig gos á Norðurlandi innan 5 ára.

Miklir stormar eru í kortunum, janúar verður kaldur og rólegur, fólk finnur fyrir styrk og aukinn orku og mun fara hugsa meira inn á við, andleg vakning er áberandi í ár. Vorið mun seinka og sumarið verður seinna á leiðinni, en þegar það kemur seinnipartinn í júní, þá mun það vara lengi og landsmenn fá loks að njóta veðurblíðunnar.

Ríkisstjórnin fellur

Kona í ríkisstjórninni mun reyna að leggja sitt af mörkum fyrir börnin, þá mun hópur af börnum verða tekin frá stríðshrjáðu landi munu koma hingað til lands og fara í fóstur, mun það ganga vel. Í september dregur til tíðinda innan fjármálakerfisins, einhverjir samningar verði gerðir sem verði til heilla fyrir alla. Tekjuskattur verður hugsanlega lækkaður en meiri skattur settur á ferðalög og ferðamenn og lagður verður meiri skattur á skemmtanahald og lúxus.

Völvan sér ríkisstjórnina falla í haust og boðað verði þá til kosninga.

Nýr forseti

Guðni forseti mun ekki bjóða sig fram aftur, völvan sér Guðna á leiðinni út og hann gefi ekki aftur kost á sér. Völvan sér mann bjóða sig fram sem kemur úr viðskipta og tæknigeiranum, kemur hann með nýjar hugmyndir sem þjóðin verður ánægð með. Til að halda áfram í forsetaembætti er núverandi forsetavald boðið af einhverskonar ellítustjórn að framkvæma breytingar sem munu hafa slæm áhrif á þjóðina alla, Guðna hugnast það ekki og mun því snúa sér að fræðimennsku og ritstörfum.

Guðni Th. Jóhannesson

Hneykslismál

Einhver hneykslismál munu koma upp innan ríkisstjórnarinnar, hugsanlega tengt framhjáhaldi eða einhverjum ólifnaði. Þá verður hneykslismál tengt einhverjum þjóðþekktum manni í skemmtanabransanum, eitthvað sem tengist neyslu fíkniefna eða drykkju sem næst á myndband og mun fara um Internetið eins og eldur í sinu.

Samstarf við WHO 

Völvan sér ekki að samningar munu nást og Íslendingar munu hafna afskiptum erlendra glóbalista og alþjóðastofnana. Lækningar munu breytast og meiri áhersla verður lögð á náttúrulækningar og hómópata. Tíðnin er að breytast og tíðnilækningar verða einnig notaðar í meira mæli. Margir eru að vakna varðandi spillingu innan lyfjaelítunnar og búnir á missa trúna á lyflækningar.

Andleg vakning meðal þjóðarinnar

Völvan sér miklar andlegu vakningu sem mun eiga sér stað á meðal þjóðarinnar, fólk fer í hærri tíðni og finnur frið í sjálfum sér. Áreiti á internetinu mun minnka til muna, og fólk nota samfélagsmiðla minna en áður. Fólk leitar mikið inn á við og leitar til Guð og trúarinnar. Guðleg tenging mun ná meiri samhljóm, við náttúruna og allar lifandi verur. Þá verður kristileg vakning innan grunnskólanna og foreldrar muna fá að velja trúarbragðafræði sem hentar börnum þeirra.

Mánaðarspár

Völvan spáði um hvern mánuð, ýmislegt bar þar upp á góma:

Janúar

Mikill vinnumánuður og einhverjar greiðslur koma úr kerfinu til fólks annað hvort skattaívilnanir eða launahækkanir eða annað.  Fólk getur samið um greiðslur og óvænt fjárhagsleg lukka.

Ein kona kannski úr ríkisstjórn reynir  að standa í vegi fyrir  að fólk fái greiðslur en það sem hjálpar fólki í verðbólgustríðinu er samstaða fjölskyldna og sú atorka og vinnusemi sem einkennir íslensku þjóðina.

Fólk er reiðubúið að laða að sér góða hluti og vinnusemi og jákvæðni fjöldans gefur góða raun.

Febrúar

Fréttir koma af veikindum.

Fram stígur sterkur maður sem hjálpar þjóðinni sem er annað hvort stjórnmálamaður eða frétta eða fjölmiðlafulltrúi hann gefur þjóðinni styrk og mikið réttlæti koma inn í mál sem ekki er hægt að stjórna og vel verður unnið úr hlutunum.  Þetta eru veikindi sem gætu tengst náttúruhamförum eða slæm flensa en hér er ekki önnur Covid veiki en þyngsli fylgja þessu.

Mars

Í mars koma fréttir af ungum manni sem ris hátt úti í heimi annað hvort tónlistar eða íþróttamaður.   Hér eru margir möguleikar opnir fyrir fólk því pláneturnar hafa sérstakar afstöðu þá kemur Plútó líka aftur í korti Bandaríkjanna eins og hann var við stofnun þeirra og þá kemur alveg nýtt upphaf hjá mörgum.  Mikil forlög eru í mánuðinum og við sjáum sviptingar og breytingar.  Mikið er að gerast í heimsmálunum í mánuðinum og í persónulegu lifi fólks er rétti tíminn til  að framkvæma það sem maður vill og óskar sér, hér er rétti tíminn til að vinna i þvi.

Apríl

Apríl fylgir mikill drungi og þreyta en ofsalega mikill kærleikur.  Febrúar, mars og apríl verða mánuðir sem eru mjög stormasamir bæði í heimsmálunum og í veðrinu það ríkja miklir sviptivindar.

Völvan fær upp börnin okkar við erum  að fara að huga að börnunum og gera breytingar svo þeim líði betur,

Hún segir að ekki megi taka of alvarlega slæma útkomu PISA könnunarinnar því hæfileikar barnanna seu að breytast og framkvæmd prófanna verður úrelt á næstu árum.  Börnin okkar hafa einstaka hæfileika í teikningu og lestri myndmáls og framleiðslu á hvers konar myndefni en það er ekki mælt inni í skólakerfinu.  Þekkingin snýst um að kunna á tækni og raða hlutum og efni upp í rétta röð og mynstur og rétt samhengi.  Heimurinn er að breytast hratt og verið er að gera góða hluti inni í skólakerfinu en eftir Covid tímann hefur skólakerfið þurft að halda utan um börn og líðan þeirra.

Óskir hjá fólki rætast í apríl og mikið barnalán og frjósemi ríkir og þjóðin er að fjölga sér.

Maí

Í maí kemur upp sorg og endalok og völvunni finnst að þar komi upp breytingar og eða endalok í stjórnarháttum og forystumaður eða kona fellur frá og nú þarf að endurmeta stöðuna.   Lausnin er innan seilingar en það kemur upp krísu staða þar sem þarf að skoða allt upp á nýtt.   Þetta gæti tengst náttúruhamförum eða afleiðingum eftir þær,  þetta verður leyst á góðan hátt og við erum að fara inn í tímabil þar sem hlutirnir eru leystir á nýjan máta.

Júní

Í júní kemur upp vandi með börnin okkar sem hafa verið vanrækt í okkar hraða samfélagi.

Í júní vaknar þjóðin upp við mikil vandamál tengd líðan barna og það verður fundin lausn þar sem komið er til móts við þau á þeirra forsendum og börnum leyft að vera í verkefnum sem tengjast þeirra hæfileikum og áhugasviði.

Júlí

Júlí kemur upp sem mikill skemmtimánuður.  Fólk er að koma saman og halda veislur.   Ég fæ áhyggjur af unga fólkinu sem er á vissum flótta við erum ekki búin  að hugsa nógu vel um það.  Það er með mikinn kvíða, framtíðar áhyggjur og vanlíðan og margir fara á flotta í einhvers konar neyslumynstur í áfengi eða vímuefnum.   Ég fæ samt að við séum öll og þar a meðal unga fólkið okkar að við séum að læra að hugsa meira um okkur hvert og eitt og stíga inn í kraftinn okkar.

Mjög sterk kona stígur fram í þjóðmálunum og kemur með heilandi undirtón og móðurleg ráð og kraft fyrir þjóðina.   Hlutirnir eru gerðir á rólegri hátt og fólk er að vakna til vitundar og hugsa um sig sjálft og finna kærleikann í lífinu öllu, ekki bara í ástarsamböndum eða efnislegum hlutum, fólk sé að uppgötva mátt sinn og megin.

Ágúst

Ágúst kemur upp sem mikill ferða mánuður og sér völvan samninga og sættir í mánuðinum úti í heimi og líklega er annað stríðið að enda og með friðinum komi rosalega mikil lækning og heilun yfir um og það gerist hratt og er gott.   Einnig fær Völvan upp að í ágúst fái margir óvæntar peningaupphæðir.

Völvunni finnst að árið sé allt gnægtaár og þó við séum í miðri verðbólgu og þó við séum í erfiðum aðstæðum þá erum við sjálf full af gnægtum og þurfum bara að stíg inn í kraftinn okkar og taka á móti gjöfunum bæði andlegum og veraldlegum sem eru stórar á árinu.

Það eru breytingar á efnahagskerfunum og óvænt lausn kemur inn.

September

Hulan á milli heimanna er mjög þunn og nýir hæfileikar eru að virkjast hjá manninum.

Framtíð okkar mun verða þannig að fólk mun tala minna og það verður meiri hugsana flutningur.  Einstaka manneskjur eru það góðir vinir eða hjón sem þegar hugsa hlutina sín a milli en tala minna.

Völvan talar um að ýmiss konar gjafir séu að virkjast til dæmis sjá eitthvað fyrir, dreyma fyrir, vita hver er að fara  að hringja, finna á sér að maður þarf nauðsynlega að gang í einhver mál, ....  Í september eru slíkir hæfileikar að verða almennari og viðurkenndari og það sem meira er að það er ósk sem rætist fyrir þjóðina.  Þetta er eitthvað sem tekst eftir  að búið er að meta stöðuna.   Við erum að fara inn í nýtt tímabil þar sem er betri heilsa og völvunni finnst eins og það komi heilsuvakning og/eða nýtt lyf sem hjálpar fólki mikið.

Október

Breytingar koma fram á fjármálakerfinu, búið er að finna nýja leið og nokkrir aðilar úr fjármálaheiminum sem eru að koma inn í kerfin þar og koma með nýjar hugmyndir sem þeir ná að virkja fyrir almenning og það er eins og það sé fundinn lykill og hægt er að opna hurðina að meiri jöfnuði.

Þetta snýr einnig að húsnæðisvandanum eins og verið sé að flytja inn lítil, ný einingahús sem hægt er að byggja mjög hratt og leysa mikinn húsnæðisvanda hratt.

Einnig sé ég peninga streym til landsins út af sköpun í kvikmynda og tónlistariðnaðinum.  Við erum hér með stjörnur.  Völvan  fær 2 konur og strákana í Ice Guys.  Völvan sér Ice Guys sem 4 manna band og þykir líklegt að það verði Rúrik sem stígur út úr bandinu vegna annarra stórra verkefna á sínum ferli.

Tíðnin er að hækka, orkan er að hækka og völvunni finnst við ekki þurfa að neyta jafn mikillar og þungrar fæðu í þessari háu tíðni.

Nóvember

Nóvember er rosalega góður mánuður og friður hefur náðst að minnsta kosti í öðru stríðinu jafnvel báðum.  Hafin er ný uppbygging og völvunni finnst að margir fari í óvænt frí, lang helgi eða viku í kringum vetrarfríið.   Völvan sér mikla hamingju og velgengni og sér 2-3 konur sem stíga sterkt fram á Alþingi eða í stjórnkerfinu og eru að gera rosalega góða hluti til að hlúa að þjóðinni.   Völvunni finnst eins og stytting vinnuvikunnar verði tekið lengra og það verði líka gert til að konur geti meðal annars hlúð betur að unga fólkinu og börnunum og fjölskyldunum sem eru minnsta eining samfélagsins og völvunni finnst eins og það sé komin friðar vakning, friðurinn kemur innan frá og hver og einn verður að hafa frið hjá sjálfum sér til þess að friður geti komist á í heiminum.

Desember

Desember finnst völvunni bæði koma með sorg þar sem einhverjar frægar persónur kveðja í mánuðinum, en það eru þjóðþekktir einstaklingar úr skemmtana geiranum og stjórnmálum.

Desember kemur upp sem mjög rómantískur mánuður og völvan fær upp mikið myrkur og telur að það verði rafmagnslaust á einhverjum hluta landsins út af einhverjum náttúruhamförum eða einhvers konar höggbylgjum eða þess háttar.  Fyrir vikið stendur fólk betur saman og verður heima við kertaljós og knúsar hvert annað,

Völvunni finnst eins og þjóðin nái  að fóta sig í erfiðum línudans og sé öll að rísa hærra og að desembermánuður færi jákvætt hugarfar og frið.

Tíðnin er að hækka og ljóseindir koma á jörðina og talað erum  að sólgos geti valdið höggbylgjum. Völvunni finnst þó að þær skelli ekki illa á Íslandi svo norðarlega en valdi meiri skaða við miðbaug.

Völvan að þessu sinni er Elín Halldórsdóttir, tónlistarkona, heilari og spámiðill.

Elín Halldórsdóttir.

Skildu eftir skilaboð