Bill Clinton kallaður „Doe 36“ í dómsskjölum um Epstein

frettinErlent5 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Bill Clinton, fyrrverandi forseti, er nefndur í fleiri réttarskjölum um Jeffrey Epstein sem verða birt eftir nokkra daga. Bill Clinton var góður vinur Epstein og ferðaðist með einkaþotu hans „Lolita Express“ oftar en tuttugu sinnum og samkvæmt flugskrám voru unglingar undir lögaldri oft í fluginu með Clinton.

Nýlega var greint frá því, að það myndi koma á óvart á nýju ári, þegar tugir háttsettra vina Jeffreys Epstein kunna að verða nafngreindir í dómsskjölum sem birtast á fyrstu dögum ársins 2024. Alan Dershowitz, lagaprófessor í Harvard, sem áður kallaði eftir því að allt efni sem tengist honum yrði gert opinbert, var eini maðurinn sem var auðkenndur með nafni áður en frétt ABC barst með nafni Bill Clinton.

Samið um nafnleynd

Dómarinn Loretta Preska gaf lögfræðingum ónafngreindra viðskiptavina Epstein tíma til að sannfæra dómstólinn um að halda nöfnum þeirra leyndum. Það er því óljóst, hvort almenningur muni nokkurn tíma sjá allan listann með nöfnum viðskiptavina barnaníðshringsins sem Epstein er sagður hafa stjórnað. ABC News greindi frá:

„Mörg hundruð innsigluð réttargögn sem varða látna kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein verða birtar opinberlega í þessari viku og búist er við að nokkur áberandi nöfn – þar á meðal Andrew Bretaprins og Bill Clinton fyrrverandi forseta – komi fram í skjölunum.“

Bill Clinton kallaður "Doe 36"

ABC News segir, að Bill Clinton fyrrum forseti, sé auðkenndur sem "Doe 36" og kemur fyrir í meira en fimmtíu réttargögnum. Vitni sagðist hafa séð Bill Clinton og „tvær ungar stúlkur“ á barnaníðingaeyju Epstein í Karíbahafinu. Talsmaður Clinton neitar þessum fullyrðingum.

Bill Clinton með Ghislaine Maxwell

5 Comments on “Bill Clinton kallaður „Doe 36“ í dómsskjölum um Epstein”

  1. you are in reality a good webmaster The website loading velocity is amazing It sort of feels that youre doing any distinctive trick Also The contents are masterwork you have done a fantastic job in this topic

  2. Ég held að Trump hafi verið vinur En Skúllason kýs að geta þess ekki.

  3. „ég held“ umræðan um Trump kemur úr ruslakistusmiðju DV og Vísis þar sem ónefndir tveir skítadreifara blaðramenn þessara miðla eru með króníska hatursþráhyggju gegn manninum.

    Það má vel vera að Trump hafi haft kynni af Epstein eins og stór hópur þekktra einstaklinga í heiminum, þessi sjúki heimur kynferðisafbrotamanna er mun stærri enn við gerum okkur grein fyrir.

  4. Ég held að áhrif DV og Vísis séu ekki á heimsvísu og Trump hefur sýnt að hann er full fær um að ata sig auri sjálfur.

  5. DV og Vísir éta upp bullið úr erlendu vestrænu glóbalistamiðlunum sem því að copy-pasta því í tæplega meðalgreint liðið sem skortir alla sjáfstæða hugsun og trúir bara því sem það vill heyra, það sem þetta sem er vandamálið enn ekki hvort Donald Trump hafi svipað innræti og Bill Clinton, Joe Biden eða strengjabrúðan í Úkraínu.

Skildu eftir skilaboð