Gústaf Skúlason skrifar:
Ringulreið braust út í London fyrir gamlársdag, þegar mótmæli fóru úr böndunum. Hópur innflytjenda frá Eritreu með og á móti stjórninni í Eritreu, vopnuðust kylfum og börðu hvern annan og lögregluna í leiðinni.
Lundúnabúar lýstu „átakanlegum senum“ á laugardaginn í Burgess Park í Camberwell í suðurhluta London. Hópur manna frá Eritreu létu sér ekki fundafrelsið nægja og hófu innbyrðis barsmíðar vopnaðir kylfum, spjótum og öðrum bareflum. Lögreglan kom skjótt á vettvang og reyndi að stilla til friðar en þá réðust mótmælendurnir á lögregluna í staðinn eins og sjá má á myndskeiðum hér að neðan:
Kalla þurfti óeirðalögreglu á vettvang og lokað var fyrir umferð á svæðinu þar til lögreglan náði að stöðva óeirðirnar og handtaka verstu óeirðaseggina. Ofbeldið segir lögreglan eiga uppruna sinn í „mótsetningum í borgaralegu samfélagi Erítreu í London.“ Svipað og í Svíþjóð, Danmörku og fleiri stöðum er ættbálkastríð á milli stjórnarhollra og stjórnargagnrýninna Erítreubúa.
Leo Kearse skrifar á X:
I just wanted to go to the corner shop man, what is this pic.twitter.com/WkxDRi1Naa
— Liam Heath (@liamfheath) December 30, 2023
„Múgur af erítreskum og eþíópískum karlmönnum berst hver við annan (og lögregluna) í London. Guði sé lof að við höfum opin landamæri, annars hefðu þessir fátæku menn þurft að berjast á Sómalíuskaganum í Afríku!“
I just wanted to go to the corner shop man, what is this
Mobs of Eritrean and Ethiopian men fight each other (and the police) in London.
Thank God we have open borders or these poor men would have had to have this fight in the Horn Of Africa! pic.twitter.com/w2l3o8FfnJ
— Leo Kearse - see me on YouTube & Headliners (@LeoKearse) December 31, 2023