Gústaf Skúlason skrifar:
Fólksinnflutningur til Ítalíu jókst árið 2023 um 50% miðað við árið áður að sögn ANSA.
Giorgia Meloni – sem í sumu fjölmiðlum er lýst sem „eftirstríðsfasista“ – gekk til kosninga á málefninu að stöðva innflytjendur. Hún tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu í lok október 2022.
Útkoman fyrir ár 2023 er núna komin, þegar 2024 hefst. Það er allt annað en skemmtileg lesning. Frá 1. janúar 2023 til 29. desember 2023 komu 155.754 nýir innflytjendur frá þriðja heiminum samanborið við 103.846 á sama tímabili árið áður. Það er um 50% aukning í stað minnkunar eins og Maloni hafði lofað.
Að sögn ANSA var innflutningurinn í hámarki í ágúst þegar 25.673 innflytjendur komu til landsins.