Suður-Afríka kærir Ísrael fyrir þjóðarmorð

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hið harðfengna stríð á Gaza-svæðinu milli Ísraels og Hamas hefur leitt til sífellt harðari gagnrýni á hernað Ísraels. Núna hefur Suður-Afríka, sem sjálft er sakað um þjóðarmorð, kært Ísraela fyrir þjóðarmorð hjá Alþjóðadómstólnum í Haag, að því er Reuters greinir frá.

Samkvæmt ákærunni eru Ísraelar sakaðir um að hafa brotið þjóðarmorðssáttmálann frá 1948 með hernaði sínum á Gaza-svæðinu. Þrátt fyrir viðvaranir og hvatningu um að fólk fari á brott áður en Ísraelsmenn slá til, þá hafa þúsundir óbreyttra borgara, mikill hluti þeirra konur og börn, látið lífið í sprengjuárásum Ísraelshers. Hamas hefur bannað óbreyttum borgurum að flýja vígvöllinn og notar borgara sem skjöld í stríðinu sem er stríðsglæpur. Einnig staðsetja Hamas víghreiður við skóla, í sjúkrahúsum og almennum stöðum sem einnig er stríðsglæpur.

Í ákærunni er skorað á dómstólinn að fara tafarlaust fram á að Ísrael stöðvi hernaðaraðgerðir sínar. Að sögn Reuters liggja engar upplýsingar fyrir um hvenær yfirheyrslur verða haldnar. Ísrael segir ákæruna byggjast á gyðingahatri.

Genocide varar við þjóðarmorði á hvítum í Suður-Afríku

Frá falli aðskilnaðarstefnunnar árið 1994 í Suður-Afríku hefur kúgun á hvíta minnihlutanum í landinu, sérstaklega bændum á landsbyggðinni, farið vaxandi. Samtökin Genocide Watch vara við því, að hvítu fólki í Suður-Afríku sé ógnað með þjóðarmorði. Samkvæmt Genocide Watch er landið á kvarða 6, sem þýðir aðskilnað gagnvart hvítum sem og farandfólki frá öðrum Afríkulöndum.

Andstaða vex við það sem er að gerast í Suður-Afríku og hlutskipti hvítra upplýsist með hverjum deginum. Elon Musk, sem sjálfur ólst upp í Suður-Afríku, hefur meðal annars tekið afstöðu með hvítu fólki og hvatt til þess að þeir fjölmiðlar sem gera lítið úr því verði sniðgengnir.

Hér að neðan má lesa ákæru Suður-Afríku:

Skildu eftir skilaboð