Þakkir til Guðna forseta

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Tilfallandi kaus Davíð en ekki Guðna sumarið 2016. Á átta ára ferli hafa nokkrar athugasemdir fallið um forsetann, einkum framan af ferlinum, t.d. er hann ígrundaði að taka þátt í upphlaupi vinstrimanna vegna skipunar dómara í landsrétt.

Eftir að Guðni lærði inn á sjálfan sig og embættið fækkaði tilefnum til athugasemda.

Í heild er forsetaferill Guðna farsæll. Hann gat sér orð fyrir alúð og vingjarnleg samskipti við háa sem lága. Virðist sem þar fari vandaður maður er leggi sig fram um hófsemi í framgöngu og gæti að virðingu embættisins.

Megindygðir forseta lýðveldisins er hófstilling og virðing. Forseti er gætir að dygðatvenndinni getur, ef aðstæður krefjast, gripið inn í atburðarás séu stórkostlegir hagsmunir í húfi. Icesave var slíkt mál en fjölmiðlafrumvarpið 2004 ekki.

Kvabb á skrifstofu forseta Íslands er líklega töluvert. Aðskiljanlegir einstaklingar og hópar falast eftir stuðningi við þennan eða hinn málstaðinn. Ábyggilega er oft vandasamt að aðgreina verðug mál frá þeim sem betur eru ósnert. Séð frá tilfallandi sjónarhóli tókst sitjandi forseta nokkuð vel upp á þeim vettvangi.

Um leið og Guðna forseta er þökkuð þjónusta í þágu lands og þjóðar stenst tilfallandi ekki mátið í samkvæmisleiknum um eftirmann. Annar Guðni er á lausu. Sá er Ágústsson.

One Comment on “Þakkir til Guðna forseta”

  1. Er þetta ekki maðurinn sem var einn af klappstýrunum og stóð með þessum svokölluðu bandamönnum gegn rússum þegar stríðið í Úkraínu hófst fyrir fullri alvöru, ég veit ekki betur, þar með telst hann stríðsglæpamaður. Ég man ekki betur enn að hann hafi verið með fullnægingasvip þegar mesti stríðsglæpamaður seinni tíma úkrínuforsetinn fékk að tala á alþingi íslendinga.

    Ég sé nú ekki neitt eftir þessu skoffíni, það lang best væri að leggja þetta embætti niður enda algjörlega vita gagnslaust embætti svona eins og kónga og drottninga embættin út í heimi, það væri ágætt að lostna við eina alætuna af garðanum.

    Farið hefur fé betra!

Skildu eftir skilaboð