Gústaf Skúlason skrifar:
Stóru málin voru til umræðu í fjórða þætti Heimsmálanna 4. janúar hjá Margréti Friðriksdóttur, Fréttin.is og Gústafi Skúlasyni. Fyrir utan fréttir um afsal Margrétar Þórhildar Danadrottningar á krúnunni og einnig að Guðni Th. Jóhannesson gefur ekki kost á sér í embætti forseta Íslands, þá voru innflytjendamálin ofarlega á baugi einnig vegna óeirða í Frakklandi og Þýskalandi og fleiri stöðum á gamlárskvöld. Einnig var farið yfir stöðuna í Úkraínustríðinu en glóbalistarnir hafa hafið mikla áróðurherferð í byrjun árs til að fá Vesturheim að smíða vopn fyrir Úkraínu og greiða meira fé til landsins. Einstaklega góð frétt var uppgötvun vísindamanna við Chicago háskóla sem hafa komist að því að TVA sýra í kjöti og mjólkurvörum efla varnir líkamans gegn krabbameini.
Óeirðir einkenndu áramótin í sumum löndum í Evrópu eins og Þýskalandi og Frakklandi. Gústaf rakti tölur frá Frakklandi sem vissulega sýna minnkun en óheyrilegt ofbeldi þegar 5 þúsund hermenn og 90 þúsund lögreglumenn þarf til að gæta þess að gamlárskvöld fari ekki úr böndunum. Margrét sagði frá reynslu vinafólks af áreitni við konu í neðanjarðarlest Parísar en myndskeið ganga á samfélagsmiðlum af slíkum atburðum. Ný opnun fyrir Albani að ferðast án vegabréfsáritunar til ESB skapaði örtröð á nýársdag til að komast úr landinu. 50% meiri fólksinnflutningur til Ítalíu í fyrra, þrátt fyrir loforð Meloni um að stöðva fólksinnflutninginn. ESB lofar að flytja inn milljónir manns frá Afríku og Miðausturlöndum til ESB á komandi árum.
Mikil áróðursherferð er hafin hjá glóbalistum til að spyrna gegn augum almennings sem – eins og í Bandaríkjunum, er farinn að skilja að Úkraína er ekki að vinna þetta stríð. Margrét spurði hvort Carl Bildt fv. forsætisráðherra Svíþjóðar væri að vinna fyrir glóbalistana, því hann skrifaði grein í Dagens Industri í Svíþjóð þar sem hann segir að Pútín muni senda eldflaugar á Riga, Helsinki og Stokkhólm nema Zelenskí fái sína peninga. Það var einmitt boðskapur Zelenskís í nýársviðtali við The Economist: „Við erum í stríði fyrir heiminn. Ef við fáum ekki peninga eða vopn kemur Pútín og gleypir ykkur!“ Margrét segir að glóbalistarnir virðast ekki kunnan annað en að vera með sífelldar hótanir.
Í framhaldinu var tekin fyrir sú staðreynd að valdajafnvæði heimsins er núna allt annað en áður eftir að fimm ný aðildarríki gengu með í BRICS. Þá eru 3,5 milljarðar jarðarbúa í þjóðum sem aðild eiga að BRICS og svara fyrir um tæpan þriðjung af efnahag heimsins. Bendir allt til þess að þróunin geti þróast upp í tvo andstæða póla og nýr samningur Rússlands við Indland um framleiðslu „nútíma vopna“ bendir til þess að BRICS gæti einnig orðið hernaðarbandalag með tímanum.
Fyrirætlanir glóbalista með Bill Gates og hrægammasjóðinn BlackRock um banna kjöt og landbúnaðarafurðir og framleiða gervikjöt fyrir heiminn voru einnig til umræðu. Eftir þáttinn syngur MeatLoaf lagið „Alive.“
Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn: