Þýskir bændur mótmæla með dráttarvélum

frettinErlentLeave a Comment

Hundruð þýskra bænda og dráttarvélar þeirra söfnuðust saman í miðborg Berlínar í dag til að mótmæla áformum stjórnvalda um að skera niður niðurgreiðslur á dísilolíu og skattaívilnanir fyrir landbúnaðarbifreiðar á næsta ári sem hluti af niðurskurðaraðgerðum Berlínar árið 2024, mótmælin hafa staðið síðan í desember síðastliðinum, og önnur mótmæli eru áformuð á morgun.

Eftir úrskurð stjórnlagadómstóls í síðasta mánuði sem felldi niður 60 milljarða evra af eyrnamerktum skuldum, tilkynnti alríkisstjórnin í síðustu viku áætlanir um að spara um 900 milljónir evra (983,34 milljónir Bandaríkjadala) árlega í styrkjum til bænda.

Samkvæmt fjárlögum þessa árs mun endurgreiðsla skatta að hluta á landbúnaðardísilolíu, ásamt skattfrelsi fyrir landbúnaðarbifreiðar, verða afnumin til að ná sparnaðarmarkmiðunum - ráðstöfun sem bændur segja að muni ógna afkomu þeirra og samkeppnishæfni þýska landbúnaðarins.

Bændur mótmæltu fyrirhuguðum niðurskurði við Brandenborgarhliðið og báru spjöld með áletruninni "Stjórnmál ykkar eru stríðsyfirlýsing gegn bændum" og "OF MIKIÐ ER OF MIKIÐ! ÞVÍ ER LOKIÐ NÚNA!"

Bændurnir hafa m.a. lagt fjölda dráttarvéla meðfram Strasse des 17. Juni breiðgötunni, í miðborg Berlínar, og í dag var dráttavelunum lagt í vegkant sem myndaði kílómetra langar raðir á ýmsum stöðum í Þýskalandi.

Rannsóknarblaðamaðurinn Peter Sweden deildi myndabandi frá atburðum dagsins, sem má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð