Gústaf Skúlason skrifar:
Hópur reiðra bænda lokuðu fyrir ferju sem Roberts Habeck, þýski fjármálaráðherrann var með, þegar hann sneri aftur til starfa úr fríi sínu. Bændur í Þýskalandi hafa misst trúna á stjórnvöldum og auknum sköttum þeirra – og hóta stórmótmælum sem hefjast eiga á mánudaginn.
Atburðurinn við þýsku ferjuhöfninni í Schlüttsiel á fimmtudagskvöld hefur skapað fyrirsagnir út um allt Þýskalandi. Fjármálaráðherrann Robert Habeck, sem var um borð í ferjunni, komst ekki frá borði vegna lokunar bænda og neyddist til að fara aftur til eyjunnar Hallig Hooge þar sem hann hafði verið í fríi. Síðar tóks honum að komast heim í lögreglufylgd.
WATCH: German farmers attack the ferry carrying the Green Minister for Economic Affairs and Climate Action Robert Habeck as he returned from vacation.
— Remix News & Views (@RMXnews) January 4, 2024
The ferry couldn't disembark due to safety reasons. pic.twitter.com/PeCD5mzO7C
Stjórnmálamenn úr umhverfisflokki Græningja brugðust við með bræðiskasti í garð bænda í Schleswig-Holstein sem hindruðu flokksbróðir þeirra að komast í land. Cem Özdemir landbúnaðarráðherra lýsir þeim sem „róttæklingum og ofstækismönnum“ sem vilji fella ríkisstjórnina.
Annalena Baerbock utanríkisráðherra – einnig úr flokki græningja – segir á X, að atburðurinn sé „árás á einkalíf Robert Habeck.“ Hún skorar á þýsku bændasamtökin DBV að taka afstöðu gegn atburðinum.
Loftslagsostækismenn Síðustu kynslóðarinnar og sambærilegum samtökum hafa skapað glundroða í Þýskalandi í nokkur ár með því að loka vegum, eyðileggja listaverk og þess háttar. Hins vegar hafa þessir hópar verið meira og minna studdir af þýskum vinstrimönnum. Fáir í ríkisstjórninni hafa fordæmt oft á tíðum hrottalegu líkamsárásir vinstri öfgamanna sem hafa verið að berja á meðlimum í flokknum Valkosti fyrir Þýskaland, AFD.
Ríkisstjórnin hefur lýst yfir stríði gegn þeim sem framfæra sér á landbúnaði
Fylgið reytist af ríkisstjórnarflokkunum og allt að tveir af hverjum þremur Þjóðverjum krefjast nýrra kosninga. Robert Habeck ásamt öðrum í vinstri-frjálslyndri ríkisstjórn Þýskalands vilja lækka niðurgreiðslur til bænda og auka skatta. Það hefur valdið miklum mótmælum víða um land.
Ríkisstjórnin hefur þegar fallist á nokkrar kröfur frá bændum, en Bændasambandið telur aðgerðirnar ófullnægjandi og ætlar að hefja viku víðtækra mótmælaaðgerða sem hefjast á mánudag. Formaður sambandsins segir að „ríkisstjórnin hafi lýst yfir stríði á hendur þeim sem lifa af landbúnaði.“ Hann hefur heitið því að ef ástandið breytist ekki muni Þýskaland sjá eitthvað sem landið hefur „aldrei upplifað áður“frá og með 8. janúar, þegar mótmælin hefjast formlega.