Furðuveröldin: hópur manna tjaldar á Austurvelli

frettinInnlent, Jón Magnússon2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Hópur manna, sem nýlega fékk landvist hér vegna fráleitra útlendingalaga, hefur tjaldað á Austurvelli í boði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Þeir krefjast þess að öll ættmenni þeirra verði flutt hingað á kostnað skattgreiðenda og fái landvist líka á kostnað skattgreiðenda allt að 30 manns fyrir hvern einstakling.

Sérstakt að einn einstaklingur fær hæli hér og krefst síðan þegar í stað sameiningar við stórfjölskyldu sína, sem býr hinum megin á hnettinum. Væri ekki eðlilegra að hann færi þá yrði sameiningin fullkomnuð. 

Húsnæðiskerfið er sprungið, skólakerfið er sprungið og heilbrigðiskerfið er sprungið vegna þess gríðarlegs fjölda útlendinga, sem við höfum aumkvað okkur yfir í góðmennskubrjálæði "góða fólksins".

Ríkissjóður er rekinn með bullandi halla og hluti af hallarekstri ríkisins er vegna tuga milljarða kostnaðar við hlaupastráka, sem nú krefjast þess með ofbeldi og óvirðingu við Alþingi að ofboðslega margir fleiri þeirra líkar komi á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Sennilega er engin þessara manna í vinnu því þá gætu þeir ekki verið nótt sem nýtan dag í tjaldbúðum Dags borgarstjóra á Austurvelli. 

Vandræðast er með það í þessu sambandi að fólkið á Gasa eigi svo bágt og Íslendingar þurfi endilega að taka það að sér í stórum stíl. Af hverju? Hvað með Íran, sem koma öllu hinu slæma af stað. Er ekki rétt að þeir axli ábyrgð og taki við fólki frá hinni svokölluðu Palestínu. Þeirra er ábyrgðin hvort sem er. 

Hvernig skyldi standa á því, að engin nágrannaþjóðanna vill taka við þessu fólki. Ekki Egyptar. Ekki Jórdanir. Ekki Sýrlendingar. Ekki Saudi Arabar. Allt ríki sem játa sömu trúarbrögð og tala sömu tungu og hatast út í Vesturlönd og krefst þess að lúta saría lögum. 

Íslensk stjórnvöld komast ekki hjá því að krefjast þess að Dagur borgarstjóri leggi niður tjaldsvæðið á Austurvelli, þannig að lögreglan geti unnið það þjóðþrifaverk að koma þessari óværu í burtu. 

Íslensk stjórnvöld verða að horfast í augu við staðreyndir. Við getum ekki tekið við fleiri hælisleitendum hvorki frá Úkraínu né öðrum löndum. Hvorki höfum hvorki efni á því né anna innviðir í landinu þörfum Íslendinga og þegar svo háttar til, þá er það algjört ábyrgðarleysi og griðrof við þjóðina að halda áfram að hlaða inn fólki sem verður að fæða og klæða. Auk þess sem það kemur úr umhverfi sem hatast út í Vesturlönd og allt sem vestrænt er og það er ekki gæfuríkt. 

Sporin hræða það sýnir reynsla hinna Norðurlandanna. Nú reynir á dómsmálaráðherra sem ber, að hafna ásókninni af Austurvelli og ásókn sem kemur frá sumum vitifirrtum samráðherrum hennar. Hún verður að gera skyldu sína og gæta hagsmuna þjóðar sinnar. Jafnvel þó hún verði einnig fyrir ásókn ráðherra úr eigin flokki.  

2 Comments on “Furðuveröldin: hópur manna tjaldar á Austurvelli”

  1. Ég er komin með ógeð af að lesa þessar greinar eftir þig Jón Magnússon! Þú virðist ekki skilja neitt sem þú ert að skrifa um, þú ættir að flytja til Ísraels og byrja að skrifa greinar fyrir morðingjana þar!

  2. Nei Jón Magnússon, þetta fólk er ekki að tjalda þarna í boði borgarstjórans, þú ert ekki betur enn svo að þér. Það eru vinir þínir í ríkisstjórnini sem bera ábyrgð á þessu fólki, þessi frjálsa flóttamannastefna er á þeirra ábyrgð.

    Það er nú bara þannig að Bandaríkin og sennilega Bretland bera mesta ábyrgð á þessu fólki, þetta eru þær þjóðir sem bera mesta ábyrgð á yfirgangi Israel gagnvart palestínu frá stofnun Ísraelsríkis.

    Bjarney, hann Jón Magnússon er landflótta Viðreisnarmaður sem er alltaf að leita af græna grasinu og trúlega líður best núna hjá Sjálfstæðisflokknum. Jón magnússon er lögfræðingur og hreinræktaður tækifærissinni svona eins og allt liðið niður á alþingi, þannig að það er ekki hægt að gera miklar kröfur til þess sem hann er að skrifa.

Skildu eftir skilaboð