Sjö þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðilegu ofbeldi í Þýskalandi

frettinErlent, Helga Dögg SverrisdóttirLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Den korte avis segir frá og vitnar til NZZ (Neue Zürcher Zeitung) ,,að minnst 7000 konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu innflytjenda frá 2015.“

Blaðið hefur undir höndum gögn frá lögreglunni. Samtímis birtir blaðið pistil frá fræðimanni í innflytjendamálum, Ruud Koopmans.

Ruud kemur með athyglisverða aðvörun um afleiðingar af nánast óheftum straumi innflytjenda til Þýskalands. Straumurinn bitnar aðallega á konum og stúlkum í formi kynferðis ofbeldis. 

Frá því að straumur af innflytjendum frá Mið-Austurlöndum og Afríku til Þýskalands varð að veruleika hefur um 7000 konum og stúlkum verið nauðgað, hópnauðgað eða þær orðið fyrir annars konar kynferðislegu ofbeldi. Þetta sýna tölur frá lögreglunni segir í þýska blaðinu. 

Tölur frá lögreglunni

Frá 2015 til 2022 voru tilkynningar um nauðganir, kynferðisofbeldi og kynferðisofbeldi af hálfu innflytjenda 8.590. Lögreglan (BKA) notar orðið innflytjendur yfir þá sem komu til Þýskalands í gegnum hælisleitendakerfið. Rúmlega 90% af þolendum kynferðisofbeldis eru konur. Flestar Þjóðverjar segir þýska blaðið.

Það ríkir ákveðin óvissa um búsetu gerenda. Það hefur hins vegar ekki áhrif á þann mikla fjölda fórnarlamba kynferðisofbeldis.  

Greining lögreglunnar (BKA), sem innanríkisráðuneytið óskaði eftir, sýnir samkvæmt NZZ, að frá 2017 hafa rúmlega 1000 konur upplifað kynferðislegt ofbeldi af hálfu innflytjenda á hverju ári. Út frá þeim tölum má gera ráð fyrir að minnsta kosti 7000 konur séu þolendur frá 2015 segir blaðið.

Aðvörun Ruud Koopmans

Ruud skrifar í pistli sínum að á árunum 2017-2020 voru 3000 konur fórnarlömb nauðgana sem ýmist einn eða fleiri innflytjendur voru þátttakendur í. Flest fórnarlömbin þýskir ríkisborgarar.

Frá 2015 eru um 70% af hælisleitendunum karlmenn. Oft ungir menn. Ungir menn með innflytjendabakgrunn skora hátt í tölfræðinni um kynferðisofbeldi.

Í greininni á NZZ segir Ruud Koopmans að mannlegur fórnarkostnaður er mikll undir banvænni hælisleitendastefnu Evrópu. Hann segir brýna þörf sé á umbótum í málefnum hælisleitenda. Núverandi stefna orsakar mörg dauðsföll á Miðjaðarhafinu og í Sahara. Að auki er óheftur straumur innflytjenda hættulegur fyrir Evrópubúa segir hann.  

Lögreglan: Það á að vísa þeim úr landi

Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir að vísa eigi innflytjendum sem gerast sekir um kynferðisafbrot úr landi, þó það orsaki vanda fyrir þá í heimalandinu.

,,Þeir sem fremja kynferðisglæpi eiga ekki að fá leyfi til að vera í Þýskalandi segir Manuel Ostermann til NZZ og heldur áfram ,,Við upplifum frelsisskerðingu í Þýskalandi, sérstaklega konur“

Christoph de Vries, Evrópuþingmaður, fyrir borgarlega flokkinn CDU, telur að takmarka eigi straum innflytjenda frá arabísku löndunum. ,,Það er augljóst að hættan á nauðgun og öðrum kynferðisafbrotum í Þýskalandi eykst með innflytjendum frá arabísku löndunum,“ segir hann. Þar að auki á að vísa afbrotamönnum úr landi- m.a. til Sýrlands og Afganistan þar sem margir þeirra koma frá. Verndun kvenna á að forgangsraða hærra en verndun kynferðislegra rándýra og annarra glæpamanna,“ segir þingmaðurinn.

Stór hluti Þjóðverja eru mjög ósáttir með stjórnmálamennina sem vilja ekki stoppa straum innflytjenda. Það kemur helst niður á Jafnaðarmannflokknum, SPD, sem er leiðandi í ríkisstjórn. Þetta sýna nýjar mælingar frá Sachen.

Þetta er stórt sveitarfélag með rúmlega 3 milljónir íbúa en landamæri þess liggur að Póllandi. Í könnuninni fær SPD 3% og er samkvæmt spánni horfin út af þingi Sachen. Í kosningunum 7. september fengu þeir 7% 

CDU hefur hert innflytjendastefnuna eftir að Merkel hvarf af braut. Þeir hafa völdin í Sachen með um 30%. Flokkurinn, AFD, sem gagnrýnir innflytjendastefnuna fær 37%. Það er óvenjulegt en endurspeglar vilja þjóðarinnar. Minnstu munar að uppreisn sé í aðsigi vegna frétta um kynferðisofbeldi á 7000 konum.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð