Sveitarfélagið fjárfesti í rafknúnum strætisvögnum – ferðir lagðar niður vegna kuldans

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Á fimmtudaginn mældist mínus 34 gráður í Skellefteå í Svíþjóð. Öll strætisvagnaumferð var lögð niður í kjölfarið á milli klukkan 8 – 14. Það varð að halda strætisvögnunum innandyra til upphitunar.

Sveitarfélagið hefur fjárfest mjög í rafknúnum strætisvögnum fyrir „sjálfbærar almenningssamgöngur og betra daglegt líf.“ Marie Larsson, forstjóri Strætisvagna Skellefteå segir í blaðaviðtali:

„Rafmagnsvagnarnir eiga mjög erfitt með að halda á sér hita.“

Þarf að koma vögnunum inn í hús til að halda á sér hita

Næsta upphitun strætisvagnanna var á milli 18.00 – 21.30. Þá varð að keyra vagnana aftur inn til upphitunar. Samtímis falla allar ferðir til og frá Burträsk niður um óákveðinn tíma. Skellefteå strætó tilkynnir á vefsíðu sinni að mikli kuldinn valdi „einhverjum truflunum í almenningssamgöngum“. Þar segir:

„Ástæðan fyrir því að við keyrum ekki allan daginn er sú að það þarf að koma strætisvögnunum inn í hús og hita þá upp til að við getum tryggt sem mesta umferð. Allt til að lágmarka hættuna á að ferðalangar þurfi að bíða úti í miklum kulda og til að geta tryggt bílstjórum okkar viðunandi vinnuumhverfi.“

Slagorð strætisvagnafélagsins er:

„Sjálfbærar almenningssamgöngur og betra daglegt líf.“

Skildu eftir skilaboð