Þýskaland stöðvast þegar bændurnir gera uppreisn – bændur frá nágrannalöndum taka þátt

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Mótmæli þýskra bænda er formlega hafin og safnast bændur saman um allt Þýskaland. Myndbönd og myndir berast á samfélagsmiðlum sem sýna, hvernig þjóðvegir landsins fyllast af dráttarvélum og landbúnaðarvélum. Þýskir föðurlandsvinir standa sem einn á bak við kröfur bænda. Mikill fjöldi bænda bætist einnig við erlendis frá meðal annars frá Hollandi og Rúmeníu. Einnig fréttist af stuðningi pólskra vörubílstjóra.

Mikil bændamótmæli eru núna hafin í Þýskalandi. Myndefni og fréttir birtast sem sýna langar raðir dráttarvéla á þjóðvegum víðs vegar um landið. Eins og Frihetsnytt greindi frá á sunnudag hefur nokkrum útgönguleiðum verið lokað. Lögreglan taldi 15 dráttarvélaraðir á leið til Hamborgar í morgun og búist er við, að yfir 2.000 dráttarvélar muni safnast saman þar.

Mótmælin munu standa alla vikuna og beinast meðal annars gegn hækkun á landbúnaðardísilolíu. Sósíaldemókratískir stjórnmálamenn víðs vegar um landið hafa kallað eftir því að hækkunin verði tekinn til baka, skelfingu lostnir yfir þeim styrk sem bændur hafa sýnt nú þegar. Stephan Weil, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, hefur farið fram á, að áform um að fella niður niðurgreiðslur til bænda verði „tafarlaust“dregnar til baka.

Sögulegur viðburður

Hollenski réttarheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek sendi þessi tvö myndskeið:

Almenningur stendur með bændum

Joachim Rukwied, formaður þýsku bændasamtakanna, biður þýsku þjóðina að sýna bændum skilning, vegna allra umferðartruflana sem hafa áhrif á aðra Þjóðverja, segir í frétt Zeit Online. Almenningur gerir þegar ráðstafanir til að bændur geti haldið mótmælunum áfram með góðri samvisku. Í nokkrum ríkjum hefur kennsla verið lögð niður í skólum. Að komast ekki í skólann vegna umferðartruflana telst ekki vera óafsakanleg fjarvera. Margir skólastrætisvagnar hafa aflýst ferðum og sleppa við að troðast með dráttarvélunum.

Valkostur fyrir Þýskaland: „Takk fyrir bændur að þið eruð til“

Sumir sem tvímælalaust standa með bændum eru þýskir föðurlandsvinir. Hinn hratt stækkandi flokkur Valkostur fyrir Þýskaland „Alternative für Deutschland, AfD,“ sem mælist næst stærsti ef ekki stærsti flokkur í sumum fylkjum Þýskalands og hefur samtals yfir 20% fylgi, styður einhuga baráttu bænda.

AfD skrifar á X (sjá að neðan):

„Þakka ykkur fyrir að vera til staðar fyrir okkur! – Bændamótmæli – AfD.“

AfD Saarland skrifar á X-inu að það styðji bændamótmælin heilshugar og að flokkurinn muni sameinast mótmælunum í stærstu borg fylkisins, Saarbrücken.

Erlendir bændur streyma til Þýskalands

Það eru ekki bara þýskir bændur sem mótmæla. Bændur og faghópar frá mörgum öðrum Evrópulöndum sameinast þýskum bændum til að sýna samstöðu sína. Í færslu á X-inu sést myndband af pólskum vörubílstjórum á leið til Þýskalands til að styðja bændauppreisnina. Samkvæmt sömu færslu ætla hollenskir ​​bændur einnig að vera tilbúnir með dráttarvélar við landamærin að Þýskalandi til að fara inn og sýna samstöðu. Hollensku bændurnir eru orðnir þjóðsagnakenndir fyrir mótmæli sín gegn öfgafullri loftslagsstefnu glóbalistanna og hröktu helsta talsmann glóbalismann Mark Rutte frá völdum. Sagt er, að rúmenskir ​​bændur sýni einnig samstöðu og taka þátt í mótmælunum.

Skildu eftir skilaboð